Neytendur eiga rétt á ...

Ég get ekki gert að því að mér finnst umræðan um hvort að neytendur eigi rétt á því að geta "verslað á Íslensku á Íslandi" nokkuð skondin og um leið á all nokkrum villigötum.

Þó að vissulega megi halda því fram að á Íslandi sé eðlilegast að töluð sé Íslenska í viðskiptum, þá finnst mér þetta með "réttindin" vera illskiljanlegt.

Frá mínum sjónarhóli eiga neytendur aðeins ein réttindi.  Þeir hafa réttinn til þess að velja hvar þeir versla og sá réttur verður vonandi aldrei aftur tekin af Íslendingum.

Ef neytandi er óánægður með þjónustuna, hvort sem það er á Íslensku eða einhverju öðru tungumáli þá er eðlilegast að hann leiti annað, nema að það sé partur af upplifuninni við verslunarferðina að vera ónægður og geta kvartað.

Hér í Toronto er ekki óalgengt að innflytjendur starfi í eða reki verslanir eða aðrar þjónustustofnanir og vissulega er enskan þeirra misjöfn eins og þeir eru margir, sumir stóla enda á útlendinga sem viðskiptavini.

En ég hef aldrei fundið ástæðu til að láta þetta fara í taugarnar á mér.  Ef varan sem þeir bjóða er jafngóð eða betri og á jafngóðu eða betra verði, þá hef ég aldrei orðið var við að smá tungumálaörðugleikar stæðu í vegi fyrir viðskiptum.

Hinu er þó ekki hægt að neita að ef verslanir vilja standa undir því að veita 100% þjónustu, þá bjóða þær upp á starfsfólk sem talar tungumál viðkomandi þjóðar þar sem verslunin er staðsett og gjarna auðvitað fleiri. 

En þetta er auðvitað eitthvað sem verslunareigandinn verður að vega á meta á móti staðreyndum s.s. framboði starfsfólk og öðru því um líku.

Neytendur verlja sér svo verslun þar sem þeim finnst þjónustan góð, allt eftir smekk hvers og eins.


mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

100% sammála. Fáránlegt að ætlast til þess að hið opinbera fari að skipta sér að þessu. Eins og þeir hafi ekki nóg á sinni könnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Vote with your feet.

Villi Asgeirsson, 2.10.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband