Að hitta elginn

Moose on the LooseNú fyrir nokkrum vikum blogaði ég um að éta elginn, það var þegar við keyptum elgssteikur og grilluðum og snæddum með bestu lyst.

Nú bættum við um betur og hittum elginn.

Svona til að útskýra málið frekar, þá er Bjórárfjölskyldan nýkomin úr ferð norður á bóginn, á kunnuglegar slóðir við Baptiste vatn.

Þaðan var svo haldið í dagsferðir um nágrennið, þar á meðal í Algonguin þjóðgarðinn og þar var fjölskyldan svo heppin að rekast á tvo elgi (moose) á förnum vegi.

Nánar tiltekið voru þetta tvær elgskýr sem létu Bjórárfjölskylduna ekki trufla sig í matartímanum og héldu áfram sem ekkert hefði í skorist að háma í sig grængresið.

Það er óneitanlega eittvað heillandi við þessar stóru skepnur og ég get ekki neitað því að sú hugsun kom upp í hugann að þetta væri vissulega drjúgur vetrarforði af kjöti, ef svona skepna væri felld.

En ferðin í heild var bæði ljúf og ánægjuleg, bæði heimsóttir kunnir staðir sem og og fundnir nýjir.  Veðrið ljúft og haustlitirnir komnir nokkuð vel áleiðis.

Meðfylgjandi er svo eitt af "skotunum" af elgunum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband