Himbriminn enn á uppleið

Jamm, þá náðist það í dag.  Jöfnuður.

Kanadadollarinn náði hinum Bandaríska að verðmæti og reyndar örlítið betur.  Hærra hefur sá Kanadíski ekki staðið gegn Bandarískum "starfsbróður" sínum síðan 1976.  Sjá frétt Globe and Mail hér.   Hér má svo sjá hæðir og lægðir í lífi Kanadíska dollarans síðastliðin 30 ár.

En aðalfyrirsögnin á prentútgáfu blaðsins var:  "Prices staying put despite dollar´s climb", og undirfyrirsögnin "Loonie has appreciated 15 per cent this year, study finds, but benefits of stronger currency are not being passed on to consumers."

Fyrir þá sem ekki vita, er Kanadíski dollarinn gjarna kallaður "Loonie" eftir Himbrimanum (Common Loon) sem prýðir 1. dollara peningin.  Við Íslendingar ættum auðvitað að tala um Kanadíska Himbrimann.

En þetta var nú útúrsnúningur, en fréttin í prentútgáfunni fjallar um hve lítið að styrkingu C$ hefur skilað sér til neytenda.  Hljómar kunnuglega ekki satt.

En síðan var önnur frétt um hve illa Kanada stæði gagnvart öðrum löndum hvað varðaði skattheimtu á fyrirtæki.  Sagðir reka lestina af 80 þjóðum.  Þá frétt má lesa hér.

Þegar ég las þessar fréttir kom upp í hugann að talað var um það fyrir nokrum misserum að fyrirtæki ætluðu að fara að flytja sig frá Íslandi yfir til Kanada, aðallega að mér skyldist vegna þess hve krónan væri sterk.

Skrýtið ekki satt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband