Lýðsskrum

Auðvitað hljómar þetta ekki illa, eru umræður og kappræður ekki alltaf af hinu góða?  Þetta er þekkt "trix" úr kosningabaráttu og öðru slíku, og vissulega má segja að baráttan hér sé um "hug heimsbyggðarinnar".

Sjálfsagt hefur Íransforseti fellt nokkrar "keilur" hér og þar í hinni pólítísku baráttu.  En ef ég hugsa málið lengra er þetta ekkert annað en skrum.  Eins og kappræðutilboð eru gjarna. 

Hefur einhver áhuga á því að sjá Bush og Ahmadinejad rökræða um hvort að Helförin hafi farið fram?

Hvað varðar neitunarvald einstakra ríkja í öryggisráðinu, þá hljómar það vissulega vel að um einfaldar atkvæðagreiðslur væri að ræða, en málin eru ekki svona einföld.  Sameinuðu Þjóðirnar eiga vissulega við mörg vandamál að stríða, en að færa uppbyggingu þeirra í "hvalveiðiráðsstílinn" í uppbyggingu, held ég að yrði ekki til bóta.

Hins vegar er öll umræða um uppbyggingu SÞ af hinu góða, þar veitir ekki af einhverjum breytingum.  En Ahmadinejad hefur þó sýnt að hann ber ekki mikla virðingu fyrir ákvörðunum SÞ, alla vegna ekki þeim sem lúta að stofnun Ísraelsríkis.

En þessi áskorun hans til Bush, mun ábyggilega vera fagnað gríðarlega í múslimaríkjunum, og sömuleiðis býsna víða í hinum vestræna heimi.  Fögnðuðurinn mun ábyggilega ekki vera minni þegar Bush hafnar, eða svarar ekki, tilboðinu og talað verður um Bush sem hugleysingja.

Til þess er leikurinn gerður.

 


mbl.is Forseti Írans býður Bush til sjónvarpskappræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband