Útöngubanni hafnað í Noregi

Ég get ekki annað en fagnað þesaari niðurstöðu.  Ég get ekki séð rök fyrir því að Norsk stjórnvöld þurfi á heimild til að setja á útgöngubann að halda.

Það er erfitt að sjá fyrir sér þær kringumstæður sem slíkt yrði nauðsynlegt.

Útgöngubann hefur enda í gegnum söguna helst verið notað af hernámsyfirvöldum hér og þar um heiminn.

Líklega er það ekki síst sú saga sem hefur fengið Norðmenn til að tala gegn lagasetningu um útgöngubann.

Reyndar eru útgöngubönn í gildi hreint ótrúlega víða í faraldrinum, en það er önnur saga.

Hitt er svo að ef að stjórnvöld njóta trausts almennings er líklegt að tilmæli um að halda sig heima og fara ekki út muni ná til yfirgnæfandi meirihluta íbúanna, hvort sem er í Noregi eða annars staðar.

En eing og í mörgum öðrum tilfellum er traust, upplýsingar og fræðsla lykilatriði og mun vænlegri leið en bönn og lagasetningar.

 

 

 


mbl.is Útgöngubannið kolfellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband