Að drífa í hlutunum - Hafa líkurnar á því að Bretland yfirgefi "Sambandið" án samnings hafa minnkað?

Það hafa ýmsir viðrað þá skoðun að það sé ekki klókt af Boris Johnson og ríkisstjórn hans að binda það að aðeins verði gefnir 11. mánuðir til þess að ljúka samningi á milli Bretlands og "Sambandsins" eftir að Breland gengur úr "Sambandinu" þann 31. janúar næstkomandi.

En ég er þeirrar skoðunar að það sé afar klókt af honum.

Hann sendir einföld en skýr skilaboð til "Sambandsins": Við spilum ekki eftir ykkar reglum og taktík lengur.

Annað hvort einhenda menn sér í verkið eða Bretland gengur út án samnings.

Bretland ætlar ekki að taka við löggjöf frá öðrum ríkjum.  Ekki láta dómstól annarra ríkja vera "efsta lagavald", og ekki fara eftir duttlungum "Sambandsins" við samningaborðið.

"Sambandið" og Breskir "aðstoðarmenn" þess hafa haldið Breskum stjórnmálum í gíslingu um all nokkra hríð.

Boris segir ekki lengur.  Breskir kjósendur hjuggu á hnútinn og nú er samhent þing og rikisstjórn við völd í London.

Bretland vill út, og fer út, með eða án samnings.

Ég fagna þessari afstöðu Bretlands.  Það verður án efa erfitt að skilja við "Sambandið" og ýmis vandamál eiga eftir að koma fram, og það verður ekki gert lítið úr þeim.  En til lengri tíma opnar þetta möguleika sem verða til hagsbóta fyrir Breta.

En það er ekki sopið kálið, eins og stundum er sagt. Ég held hins vegar að með Boris Johnson og nýtt þing hafi Bretar hitt á nokkuð rétta blöndu. 

Það er áríðandi að við stjórnvölinn séu einstaklingar sem hafi trú á Bretlandi og getu þess til að standa utan "Sambandsins".

Það vantaði þangað til Boris kom til sögunnar.

En það þarf að vinna rösklega og ljúka málinu. 

Þæfingurinn og "málþófið" undanfarin ár hefur nú þegar kostað Bresku þjóðina risavaxnar fjárhæðir, því hvort sem að menn eru með eða móti Brexit, sorglegt að þurfa að segja að það hafi verið vísvitandi. Flestum sé ljóst að óvissan og þæfingurinn er það versta.

Það þarf niðurstöðu.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr stöðunni, hve fljótt fyrstu fríverslunarsamningarnir koma og hvernig viðræðurnar við  "Sambandið" munu ganga.

En það er rétt hjá Boris að fullveldið er auðlind, en rétt eins og aðrar auðlindir þarf að halda á notkunni af skynsemi.  Það kemur í ljós á næstu árum hvernig Bretum gengur.

En það er líka vert að hugsa um hvernig samningsaðilar eru að taka sér stöðu.  Er rökrétt að fisveiðiréttur sé upp á borðum í viðskiptasamningum? Myndi Íslendingum einhverntíma hugnast að skipta á fiskveiðiréttindum og betri viðskiptakjörum? 

Er rökrétt að samstarf í öryggismálum tengt viðskiptasamningum?  Er rökrétt að ríki taki upp mikið af löggjöf frá öðru ríki til að fá betri viðskiptakjör?

Myndu Íslendingar geta hugsað sér í framtíðinni að taka við einhverri framtíðarlöggjöf frá Bandaríkjunum, í staðinn fyrir betri viðskiptakjör? (Ekki mín tillaga :-)

Með útgöngu Breta úr "Sambandinu" hefst að ýmsu leyti nýr kafli, með tækifærum og hættum, það er mikilvægt að halda vel á spöðunum - fyrir alla aðila.

Dagurinn í dag er tímamótadagur í mörgum skilningi.

P.S. Ég sá að RUV hafði fjallað um Brexit í Kastljósinu, svo að ég ákvað að horfa á það. RUV hefur líklega ekki símanúmer hjá neinum sem lítur jákvætt á útgöngu Breta, enda var talað við Baldur Þórhallsson og Gylfa "Kúbu norðursins" Magnússon.

Hallinn í fjölmiðlum fellst oftar en ekki hvernig er staðið að vali á viðmælendum.

 


mbl.is Fullveldið mikilvægara en tollalaus viðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég horfði á Kastjós af sömu ástæðu og þú (en alla jafna ekki).Þessi uppstylling vekur enga forvitni hjá áhorfendum,hverra skoðana sem þeir eru.Klaufalegt að hafa langborð á milli þeirra, miklu fagmannlegra að setja þá í sófa.Þeir koma ekki til með að trufla spyrjanda,áróðurinum verður ekkert misskilinn.    

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2020 kl. 06:31

2 identicon

31. Janúar 2020 fara Bretar úr ESB. Þeir fara með tímabundinn samning. Það eina sem breytist er að Bretar eru ekki lengur þátttakendur í lagasetningu, mótun og srjórnun ESB. Öll önnur réttindi og skyldur verða áfram. Bretar munu áfram borga til ESB, "taka við löggjöf frá öðrum ríkjum."  og "láta dómstól annarra ríkja vera "efsta lagavald"". Hvað sem síðar verður.

Vagn (IP-tala skráð) 31.1.2020 kl. 12:50

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helga, þakka þér fyrir þetta.

@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að Bretar fara út með "bráðabirgðasamning".  Það má líta á það sem aðlögunartíma, eða ákveðna tilraun til að gera "skilnaðinn" ganga smurðar fyrir sig.

En hingað til hafa Bretar að stærstum hluta notað tímann illa, það hefur orðið breyting þar á með samhentri stjórn og þingi.  Vonandi helst sú þróun áfram og styrkist.

En þú gleymir því hins vegar veigamikilli breytingu, það er að Bretar geta með formlegum hætti hafið samningaviðræður við aðrar þjóðir. Það hafa auðvitað þegar verið óformlegar viðræður, en nú koma þær upp á yfirborðið og fara í formlegra ferli.

Það gæti því endað svo, þó allaf beri að varast að kasta fram spádómum, sérstaklega um framtíðina :-), að Bretar verði tilbúnir með samninga við aðrar þjóðir, en ekki "Sambandið" að 11. mánuðum liðnum.

En það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2020 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband