Kommúnismi og sovíet einræði eru ekki fagnaðarefni

Lýðræðið er ekki fullkomið, en þó skársta stjórnarfarið, og í raun líklega það eina sem mannskepnan hefur fundið upp til þess að skipta um stjórnarfar án blóðsúthellinga eða mikilla vandræða.

Því er það gott að ennþá skuli vera til nóg af flokkum og einstaklingum sem bjóða fram til kosninga, þannig að heilbrigt val standi kjósendum til boða að kjósa á milli.

En ég verð að segja að ég fagna ekki væntanlegu framboði stjórnmálaflokks sem kýs að standa að baki "hátíðarfundi" til að minnast afmælis "Soviet byltingarinnar".

Þeir stjórnmálaflokkar sem kjósa að heiðra kommúnísku byltinguna og hafa hana í heiðri eru mér ekki að skapi og ég hvet alla kjósendur til að hafna þeim.

Októberbyltingin fæddi af sér einhverja þá verstu ógnarstjórn sem veröldin hefur þekkt. Ég hef í gegn um tíðina kynnst mörgum einstaklingum sem hafa lýst fyrir mér sinni persónulega reynslu í þeim efnum.

En fleiri en einn af þeim hafa einmitt sagt við mig, að þeir geti skilið hvers vegna að landar þeirra aðhylltust kommúnisma. En síðan hafa þeir bætt við:, ... en á Íslandi og hinum vestræna heimi, einstaklingar sem höfðu aðgang að frjálsum fjölmiðlum, bókum og allra handa upplýsingum, hvers vegna urðu þeir einstaklingar kommúnistar?"

Og því miður hafa ýmsir forystumenn Sósíalistaflokksins sem og aðrir Íslendingar kosið að skreyta sig með táknmyndum hins Sovíeska kommúnistaflokks.

Hvað veldur?

Löngunin eftir blóðugri byltingu? Eða er það eitthvað annað?

Ég held að það sé alltaf gott að líta til sögunnar og hafna þeim sem lofsyngja kommúnisma, jafnt sem aðrar öfgastefnur.

 


mbl.is Bera út boðskap — ekki foringjadýrkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt hluti af lýðræðinu að allar skoðanir eigi rétt á sér "jafnvel" sósealiskar og kommúniskar. En ég er ekkert hrifinn af flokksræðinu og tel betra lýðræði að kjósa einstaklinga til þings og vera síðan með ráðherra sem ráðnir eru utan þings. En það er að sjálfsögðu mín skoðun og aðrir mega hafa sínar. En mér finnst ekkert að því að gera tilraun með hvort þetta virki betur en gamla formið eitt kjörtímabil. Það er alls staðar þróunarvinna í gangi í þjóðfélaginu og af hverju þá ekki í stjórnkerfinu líka?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 09:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jósef, þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu á Sósíalistaflokkurinn jafnan rétt og allir aðrir til framboðs. Hafir þú lesið færsluna sérðu enda að hvergi er hvatt eða mælst til þess að svo sé ekki.

Ég er einfaldlega að vara kjósendur við flokki sem þykir tilhlýðilegt að standa fyrir hátíðarfundum til að fagna aldarafmæli hinnar kommúnísku Októberbyltingar.

Það var upphaf einnar mestu ógnarstjórnar sem heimurinn hefur þekkt. Ekki sérstakt "hátíðartilefni" í mínum bókum.

En lýðræðið er til í mörgum myndum, listakosningum, einmenningskjördæmum og "so videre".

Aldrei hafa fleiri flokkar átt menn á Alþingi og ég get ekki séð að lýðræðið "virki betur", ég hef stundum sagt að þeir sem eiga erfitt með samstarf innan flokka, eigi líklega ekkert auðveldara með samstarf milli flokka, en það er önnur saga.

Ég er ekki þeirra skoðunar að persónukosningar myndu skila styrkara eða stöðugra stjórnkerfi, en það er ekkert óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á þessu eins og öðru.

Og ekkert nema sjálfsagt að einstaklingar og flokkar reyni að vinna hugmyndum sínum fylgi.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2020 kl. 14:15

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tja, er þetta ekki bara spurning um hvernig flokkurinn markaðssetur sig? Í markaðssetningu skiptir máli að sérstaða manns sé skýr - svo kemur í ljós hvort er markaður fyrir téða sérstöðu og maður fái "kaupendur", þ.e. kjósendur.

Er það ekki þannig að í Rússlandi er enn fullt af fólki sem saknar Stalíns og heldur upp á afmælið hans? Hver veit nema hér á Íslandi sé nógu mikið af kommúnistum ennþá til að þeirri atkvæði dugi fyrir manni á þing? 

Kristján G. Arngrímsson, 19.1.2020 kl. 18:18

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu er Sósíalistaflokknum algerlega frjálst hvernig þeir kjósa að "markaðssetja" sig.

Ef þeim þykir vænlegast til árangurs að tengja sig við hina blóðugu kommúnísku byltingu og þó ógnarstjórn sem fylgdi í kjölfarið, er þeim það að sjálfsögðu í sjálfsvald sett.

Ég er einfaldlega að vara við flokki sem þykir árstíð hinnar kommúnísku byltingu hátíðarefni.

Ég vona svo sannarlega að megnið af Íslendingum þyki hin kommúníska bylting ekki hátíðarefni, en ég geri mér grein fyrir því að vissulega er líklegt að einhverjir séu þeirrar skoðunar.

Það er alla vegna ljóst að ýmsir hafa kosið að skreyta sig með táknum kommúnistana.

En ég vona bara að þeir séu fáir.

G. Tómas Gunnarsson, 19.1.2020 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband