Gott og farsælt nýtt ár

Þó að tíminn streymi áfram eins og öflugt fljót og í raun engin munur á mínútunni sem var að líða og þeirri sem er að koma, þá höfum við komið okkur saman um að mæla tímann í ákveðnum einingum.  Þær eru vissulega ekki þær sömu alls staðar, eða upphaf þeirra eða endir staðlaður, en flestir eru þó sáttir við mælieiningarnar.

Og þó að ekki sé líklegt að mikið meira hafi breyst frá 31. desember til 1. janúar, en flesta aðra daga, finnst okkur flestum nýtt ár nokkuð merkilegt fyrirbæri.

Hvort að fljótlega hefjist nýr áratugur, er svo önnur saga, sem ég ætla ekki að fara að efna til rifrildis um (auðvitað er það ekki nú).

En 2020 er skemmtilegt ártal, og margir hafa sett sér ákveðið takmark tengt því ári einhverjar "sóknaráætlanir" hafa einnig verið því tengdar og nefndir skipaðar til að vinna þær.

En senn er 2019 liðið (hve langt er eftir fer auðvitað eftir því hvar einstaklingurinn er staddur, eða hvaða tímatal er notast við :-), ég vona að sem flestum hafi það reynst gott.

Ég vil ennfremur nota tækifærið og óska öllum, nær og fjær, gæfu og farsældar á komandi ári, 2020.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband