Hver er skandallinn?

Persónulega finnst mér þetta dæmi um hvernig reynt er að koma höggi á einstaklinga, frambjóðendur og fyrirtæki, án verulegrar ástæðu.

Er ámælisvert að skaffa föngum atvinnu?

Borgaði framboð Bloomberg óeðlilega lágt verð fyrir þjónustu fanganna?  Nei.

Það má vissulega deila um hvort óeðlilegt sé að fangarnir beri svo lítið úr býtum, en þar er ekki við framboðið að sakast, heldur hvernig reglurnar eru um vinnu fanga og laun þeirra.

Það er sjálfsagt að berjast fyrir breytingu á þeim reglum.

En það er gott fyrir fanga að fá vinnu, og æskilegt að hún sé að einso lík vinnu utan múranna og kostur er.

Skyldi fjölmiðilinn sem "svipti hulunni" af þessu vera stoltur af því að fangarnir hafa ekki lengur þessa vinnu?

Hver er skandallinn?

 

 


mbl.is Fangar hringdu fyrir Michael Bloomberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst einna einkennilegast í þessu að fólk án koaningaréttar séu að mæla með frambjóðendum hvetja aðra til að kjósa einhverja sem þeir geta sjálfir ekki kosið. Annars orkar það líka tvímælis að fá fólk til að mæra framboð gegn greiðslu. Ekki alveg í anda lýðræðis finnst mér.

Fangar hafa fyrirgert samfélagslegum réttindum og ættu ekki að vera gjaldgengir þarna. Þeir geta búið til núnmeraplötur en ekki ráðskast með löggjafann. Skil ekki sympatíuna með þessum hóp. Þegar þeir hafa afplánað, geta þeir verið með.

Það kom annars upp vafamál í síðustu kosningum þar sem frambjóðandi nýtti sér kanadískt pr fyrirtæki til að agitera fyrir framboði sínu. Það þótti eðlilega ekki nógu gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2019 kl. 16:24

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Hér erum við ósammála. Það er langt síðan að framboð víða um lönd fóru að notast við aðkeypt vinnuafl í staðinn fyrir sjálfboðaliða.  

Auðvitað er gott að hafa sjálfboðaliða og æskilegt, en umfangið er gjarna meira en svo.

En það er auðvitað alveg rétt að það getur orkað tvímælis að mæra framboð gegn greiðslu, en það var um það sem fréttin snerist.

En sjálfur hef ég oft mælt með frambjóðanda eða flokki án þess að hafa atkvæðisrétt, m.a. á Íslandi.

Það að starfa fyrir framboð er ekki "að ráðskast" með löggjafann".  Enda eiga engir rétt til þess, fangar eða aðrir.

Hitt er svo að fyrirsagnir (ótrúlega margir sem lesa ekki lengra) sem segja t.d. "Bloomberg uses prisoners...", ná líklega tilgangi sínum og það er nákvæmlega til þess sem leikurinn er gerður.

G. Tómas Gunnarsson, 27.12.2019 kl. 21:09

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur vafalaust verið gagnlegt fyrir frambjóðanda að fá glæpamenn til að hringja út fyrir sig. Sér í lagi ef þeir eru æfðir handrukkarar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2019 kl. 22:24

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vil bæta hér inn leiðréttingu við fyrri athugasemd mína..  þar stendur:  En það er auðvitað alveg rétt að það getur orkað tvímælis að mæra framboð gegn greiðslu, en það var um það sem fréttin snerist.

en seinni parturinn átti að vera: ..  en það vare ekki um það sem fréttin snerist.

G. Tómas Gunnarsson, 27.12.2019 kl. 22:57

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það kann að hljóma einkennilega, en "glæpamenn" eru ekki af aðeins einu "sauðahúsi".

Í grunninn snúast skiptar skoðanir í málum eins og þessu um hvort að fangelsi eigi fyrst og fremst að vera refsins, eða hvort endurhæfing og uppbygging eigi að eiga sér stað. Á að búa fanga undir störf sem þeir gætu hugsanlega hlotið utan múranna, eða á refsingin að vera í fararbroddi?

Persónulega sé ég ekkert rangt við að "símaver" séu starfrækt í fangelsum.

Það má svo líklega deila um hvort að fangar séu "glæpamenn" til síðasta dags afplánunnar.  Margir þeirra hafa auðvitað ekki brotið af sér í langan tíma. Eða eru þeir það til æviloka?

Þannig er vissulega hægt að líta á málið frá ýmsum sjónarhornum.

Ég sé ekki skandalinn í því að hafa fanga í vinnu, hvort sem er við úthringingar eða annað.

Ég reikna með að til slíkra starfa séu alla jafna valdir fangar sem hafa þokkalega hegðun og þolanlegan talanda.

En treysti mér ekki til að fullyrða um slíkt, ég þekki ekki nógu vel til.

G. Tómas Gunnarsson, 27.12.2019 kl. 23:08

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta var grín, Tómas.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2019 kl. 22:36

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir það.  Ég skyldi að um grín væri að ræða. Ég var einfaldlega ekki viss um "á hvers kostnað" þú vildir að það væri?

G. Tómas Gunnarsson, 30.12.2019 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband