Vanhæfi, vinir og verðleikar

Líklega er best að taka fram að ekki þekki ég Gylfa Arnbjörnsson neitt, hef ekki séð hann nokkurs staðar nema í fjölmiðlum. Mér er heldur ekki kunnugt um að við séum skyldir eða eigum sameiginlega kunningja.

Persónulega hefur mér þótt Gylfa standa sig ágætlega í þeim störfum sem hann hefur tekið að sér, þótt eflaust séu um það skiptar skoðanir eins og flest annað.

Forseti ASÍ verður líklega sjaldnast allra.

En nú sækir Gylfi um starf sáttasemjara ríkisins.

Enginn getur neitað því að Gylfi þekkir vel til á vinnumarkaðnum.

En er þekking hans um of frá annarri hliðinn?

Hefur hann ef til vill myndað tengsl, eða jafnel vináttusambönd í sínu fyrra starfi?

Yrði hann á stundum að lýsa sig vanhæfan til þess að gegna starfi sínu vegna þess?

Gæti þess verið krafist?

Til viðbótar má svo nefna að núverandi eða fyrrverandi flokkssystkin hans úr Samfylkingunni (ég ætla ekkert að fullyrða um flokksaðildir dagsins i dag) eru mörg áberandi í verkalýðshreyfingunni.

Ég vil taka það fram að þessi færsla er ekki gegn Gylfa eða því að hann verði ríkissáttasemjari.

En ég held að Íslendingar þurfi að velta þessum málum fyrir sér. Í littlu landi verða á lífsleiðinni til margvísleg tengsl.

"Fyrnast" þau á ákveðnum fjölda ára? Hve "náin" þurfa þau að vera svo að spurning um vanhæfi vakni?

Er þörf á að skerpa á lögum og reglugerðum hvað vanhæfi varðar?

Því varla er æskilegt að þetta ráðist af "andrúmsloftinu" og hve stórt "upphlaupið" er í það og það skiptið?

 

 


mbl.is Gylfi vill verða ríkissáttasemjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband