Sterkt umboð fyrir Breska Íhaldsflokkinn

Á komandi dögum og vikum eigum við eftir að sjá alls kyns skýringar og vangaveltur um Bresku þingkosningarnar.

Úrslitin eru bæði mögnuð og margslungin.

Upplausnin sem hefur ríkt í Breska þinginu ætti að vera að baki, en á sama tíma mun ákall um sjálfstætt Skotland verða hávært og krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu þar að lútandi. Staða Skoska þjóðarflokksins enda sterk, þó að nokkuð vanti upp á sama styrk og 2015.

En Íhaldsflokkurinn hefur gríðarlega sterkt umboð frá kjósendum og ljóst er að þeim var best treyst til að koma á ró og festu í Breskum stjórnmálum, en þar hefur verulega vantað upp á undanfarna mánuði, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Ég hugsa að sterkri stöðu Íhaldsflokksins sé fagnað víðast um lönd, jafnvel innan "Sambandsins".  Líklega hafa einhverjir innan "Sambandsins" gælt við þann draum að niðurstaða kosninganna yrði á þann veg að hætt yrði við "Brexit", en ég hygg að flestir geri sér grein fyrir því að mestu skiptir að traust og starfhæf ríkisstjórn sé í Bretlandi, þannig að reikna megi með því að hún komi málum (og samningum) í gegnum þingið.

En Johnson og Íhaldsflokkurinn stendur sterkt á miðjunni og hægri vængnum, en Verkamannaflokkurinn, með sitt sósíalíska/marxíska yfirbragð, hefur likt og svo margir sambærilegir Evrópskir flokkar, misst tengingu við þá kjósendur sem þeir telja sig starfa fyrir, verkafólk.

Corbyn sem margir töldu þegar hann komst til valda í Verkamannaflokknum, tákn um "nýja framsókn sósíalismans", fær frekar háðulega útreið.

Svipaða sögu má segja af Jo Swinson, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, sem margir sáu framtíðarleiðtoga í, ja, bara fyrir fáum vikum.  All nokkrir þingmenn bæði frá Verkamamanna- og Íhaldsflokknum gengu til liðs við flokkin sem samsamaði "Sambandinu" og var í fylkingarbrjósti þeirra sem vildu draga úrsögnina til baka.

Eftir stendur Boris Johnson sem ótvíræður sigurvegari.

En hans bíður erfitt hlutverk, því væntingarnar eru miklar.

En hingað til hefur hann staðið sig vel og spilað vel úr erfiðri stöðu.  Nú hefur hagur hans vænkast og verður fróðleglegt að fylgjast með framhaldinu.

P.S. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun sem ég bloggaði um þegar Johnson var kjörinn leitogi, að það hefði átt að gerast fyrir ríflega 3. árum.


mbl.is Þakkar stuðningsmönnum Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigur Íhaldsflokksins er mikið til Nigel Farage að þakka sem ákvað að fórna Brexit-flokknum og bjóða aðeins fram í þeim kjördæmum sem Tories myndu ekki vinna. Sumir Brexiteers voru ánægðir með þetta, aðrir ekki.

En því er ekki að neita, að velefnuðu marxistarnir og hryðjuverkavinirnir Corbyn og McDonnell auk hinnar talblindu Abbott voru auðveldir andstæðingar.

Mikill meirihluti Breta hefur sýnt, að þeir vilja alveg út úr ESB, sama hvað. Það með hefur verið þaggað rækilega niður í Remoaners sem lugu því að folk vissi ekkeet hvað það væri að kjósa um fyrir þremur árum. Leavers vissu það alveg nákvæmlega, en vildu ekki að Theresa May klúðraði málunum í þrjú ár.

Það er eftirtektarvert að sorpmiðlarnir íslenzku (DV, Fréttablaðið og visir.is) hafa ekki nefnt þessi glæsilegu og afgerandi kosningaúrslit einu orði. Tapsárt lið.

Stefán (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 20:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Stefán, þakka þér fyrir þetta.  Nigel Farage er að mörgu leyti ákaflega merkilegur stjórnmálamaður og líklega í hópi þeirra stjórnmálamanna sem hafa haft hvað mest áhrif, án þess að komas nokkru sinni til valda.

En ég held að í þetta sinn hafi hann fyrst og fremst verið raunsær. Hann gerði sér grein fyrir því að hann og Brexit flokkurinn átti afar takmarkaða möguleika með núverandi kosningakerfi, og mikil hætta á því að þeir gætu leitt Verkamannaflokkinn og Corbyn til valda.  Þó að uppbygging flokksins hafi verið hröð, höfðu þeir líklega varla kraft og fé til að berjast í öllum kjördæmum.

Ef um hlufalls kosningu hefði verið að ræða er t.d. einnig mjög auðvelt að ímynda sér tap Verkamannaflokksins miklu stærra, því þá hefðu Lib/Dem líklega fengið mun fleiri atkvæði.

En ég tek undir hvað varðar forystu Verkamannaflokksins, hún gerði Íhaldsflokknum auðveldara fyrir, og hefði eins og ég sagði áður líklega fengið mun verri útreið ef ekki hefði verið um "taktíska" kosningahegðun að þó nokkru leyti

Ég held að stór hluti Breta hafi verið komin með upp í kok af af Breska þinginu og hvernig það starfaði.  Því hafi þeir viljað meirihluta sem starfaði af festu og öryggi.

Ég fylgst ekki nóg með Íslensku miðlunum til að dæma þá, en mér hefur þó fundist þar sem ég hef séð, af umfjöllunin vera með minna móti, því vissulega skiptir þessi niðurstaða Íslendinga máli.

G. Tómas Gunnarsson, 13.12.2019 kl. 22:07

3 identicon

Þingið var lamað mánuðum saman og kom engu í verk fyrr á þessu ári aðallega vegna þess að ekki er hægt að efna til kosninga innan fimm ára nema annað hvort tveir þriðju hlutar þingmanna væru samþykkir eða stjórnin tapi vantrauststillögu. Þannig var talað um að Boris hafi reynt að lýsa yfir vantrausti á sína eigin ríkisstjórn (!) til að kría út kosningar, en Labour (liebor) voru því andsnúnir.

Þessi ólýðræðislegu lög heita Fixed Parlament Act og var sett á í tíð Camerons þegar flokkurinn var í stjórn með Liberal Democrats að undirlagi Nicks Clegg. Þeir kalla sig Liberal Democrats, en eru hvorki frjálshyggjufólk né lýðræðissinnar.

Nú hef ég lesið í Daily Express (express.co.uk) að Boris ætli að afnema þessi óvinsælu lög innan jóla. Þegar það hefur verið gert er valdið til að efna til kosninga alfarið í höndum stjórnarflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 13:39

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Stefán, þakka þér fyrir þetta.  Það er alveg rétt að Breska þingið varð sér til skammar á þessu ári. Stór hópur þingmanna vissi ekki hvað þeir vildu, þó þeir virtust vita hvað þeir vildu ekki.

"Sambandið" stóð álengdar og líkaði upplausnin sem það sá.

Þverskölluðust svo við að leita til hins æðsta yfirvalds (kjósenda), enda óttuðust þeir úrskurð þess. Það kom enda á daginn að þeir þeirra sem leituðu endurkjörs, hlutu margir háðulega útreið.

Það væri ekki óeðlilegt að afnema lögin, því ekkert land má við því að hafa óstarfhæft þing og ríkisstjórn.

Þá er best að leita til kjósenda.

Þeir reyndust heldur ekki vera í vandræðum með að höggva á hnútinn.

G. Tómas Gunnarsson, 14.12.2019 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband