Það sem hefði átt að gerast fyrir þremur árum

Að ýmsu leyti má segja að það sem er að gerast í Bretlandi þessa dagana, sé það sem hefði átt að gerast fyrir þremur árum.

Þegar Breskir kjósendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa "Sambandið", hefðu "Sambandssinnar" átt að stíga til hliðar (rétt eins og Cameron gerði) og láta "Brexitsinnum" eftir stjórnvölinn.

Það hefði verið eðlilegt miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðgreiðslunnar. Þeir "Sambandssinnar" sem höfðu verið við völd (og tókst að halda þeim) höfðu ekki reiknað með því að tapa kosningunum, og höfðu því enga áætlun um hvernig skyldi halda áfram, en vildu samt halda völdunum og stjórna því hvernig "Brexit" yrði framkvæmt.

Það tókst engan veginn eins og við öll vitum nú.

Þrjú ár nýttust í raun til einskis, Bretar enduðu með samning sem var "win/win" fyrir "Sambandið". "Brexit" var ekki ætlað til þess að vera áfram í tollabandalagi við "Sambandið" um ófyrirsjáanlegan tíma

Og Íslendingar ættu að þekkja að engin samningur getur verið betri en slæmur samningur, ekki taka samningnum gerða af þeim, "sem nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér".  Og ekki taka mark á stjórnmálamönnum, sem lofa "glæsilega niðurstöðu".

En miklum tíma var sóað, en skammur er eftir.

Líklega hefur spennan fyrir Halloween sjaldan verið meiri en í ár, og ekki eingöngu hjá börnum.

En nú þegar tæpir 100 dagar eru til stefn, er ljóst að verkefnið er erfitt og líkur á samningslausu "Brexit" aukast.

En hin nýja Breska ríkisstjórn fer hratt og vel af stað, en hvort að henni takist að klára verkefnið með sóma, á enn eftir að koma í ljós.

Þetta eru vissulega áhugaverðir tímar.

 


mbl.is Reikna með samningslausu Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stærsti vandinn við þetta mál er ósamstaðan innan Bretlands. Meirihluti fyrir útgöngu var mjög naumur. Þingið vill ekki útgöngu án samnings. Ný ríkisstjórn vill útgöngu án samnings. Skotar, Walesbúar og Norður-Írar eru andvígir útgöngu.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.7.2019 kl. 10:26

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar búið er að kjósa og og niðurstaðan er útganga, þá á að framkvæma hana án gunguskapar eða minnimáttarkendar og baða sig svo í sínu egin stollti án ótta við egin þor. 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.7.2019 kl. 01:54

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Vissulega má segja að ósamstaðan innan Bretlands, sé vandamál, enda margir sem eiga erfitt með að sætt sig við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Meirihluti fyrir útgöngu var ekki naumur, en ekki afgerandi, 4. prósentustig eða um það bil er ekki naumur meirihluti, sérstaklega þegar litið er til þess að þátttaka var með mesta móti, rétt tæp 73%, og það þar að fara baka til ´92, (ef minni mitt er rétt) til þess að finna meiri þátttöku í þingkosningum.

Skotar og N-Írar greiddu vissulega að meirihluta gegn útgöngu, en það gerð Walesbúar ekki, þeir greiddu meirihluta atkvæða með "Brexit".  Það að núverandi stjórnvöld séu á móti "Brexit" án samnings, segir lítið, enda þau skipuð af Verkamannaflokknum, ef ég man rétt.

En þetta er vissulega flókið mál.  Og það er vissulega rétt að meirihlutinn á ekki að "kúga" minnihlutann í flestum málum.

En aðild að "Sambandinu" er akkúrat eitt af þeim sem einfaldur meirihluti hlýtur að ráða, enda enginn millivegur í boði.

@Hrólfur, þakka þér fyrir þetta, ég er sammála þér, góð þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að hafa sent skýr skilaboð, og Bretland þarf að yfirgefa "Sambandið".

G. Tómas Gunnarsson, 2.8.2019 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband