Air Berlínarleiðin

Það er eðlilegt að velt sé upp ýmsum flötum þegar rætt er um gjaldþrot WOW. Einn flöturinn sem hefur komið upp nokkrum sinnum er svokölluð "Air Berlínarleið", þar sem Þýska ríkið kom inn og ábyrgðist lán til að framlengja reksturinn og vinda ofan af flugfélaginu.

Þó endaði það með nokkuð snöggu gjaldþroti, fyrr en áætlað hafði verið.  En þó var smá fyrirvari á því að flugi væri hætt.

Það má finna einhver líkindi með Air Berlínarsögunni og WOW, bæði flugfélögin lentu í vandræðum með breiðþotur og lengri flugleiðir og bæði voru næst stærsta flugfélagið (WOW á einhverjum tíma það stærsta?) og kepptu við rótgróin flugfélög (Icelandair og Lufthansa) á heimamarkaði.  Oft var talað um bæði WOW og Air Berlin sem "semi-budget" flugfélög.

Þó að ég sé ekki á nokkurn hátt sérfræðingur í flugrekstri held ég samt að ólíku sé saman að jafna.

Air Berlin átti (þó að þær hafi líklega verið veðsettar vængenda á milli) vel á annað hundrað flugvélar þegar Þýska ríkið kom til sögunnar í ágúst 2017.  150 milljón euro sem ríkið ábyrgðist frestuðu gjaldþrotinu um 2. mánuði.

Það er talað um að Þýska ríkið hafi tapað fjármunum á þessu, en ég hef hvergi getað séð um hvað háa fjárhæð hafi verið að ræða.

Það má svo velta fyrir sér dagsetningum í þessu máli. Air Berlin er gjaldþrota í ágúst 2017, Þýska ríkið kemur með "brúarlán", en endanlegt gjaldþrot verður í október sama ár (ef ég man rétt var meiningin að enda í nóvember).

En hvað gerðist í millitíðinni?  Jú, í september 2017 voru þingkosningar í Þýskalandi. Kosningabarátta er ef til vill ekki jafn spennandi ef tugþúsundir kjósenda eru "strandaglópar" víðs vegar um heiminn.

Þýska ríkisstjórnin var einnig ásökuð um að hafa bakvið tjöldin stýrt flugvélum (og leiðum) til Lufthansa til að halda þeim innanlands.

Það er vert að hafa í huga að í febrúar í ár, þegar flugfélagið Germania varð gjaldþrota var ekkert brúarlán í boði frá Þýsku ríkisstjórninni.

En það nefnir enginn sem fordæmi.

Það er því ekki laust við að hugrenningar um pólítíska spillingu vakni þegar gjaldþrot Air Berlin er haft í huga.  En um slíkt er ekkert hægt að fullyrða.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hafi verið óundirbúin undir fall WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband