Það er þetta með meint tap samstarfsflokka í ríkisstjórnum

Það virðist nokkuð vinsælt að ræða meint tap samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum. Það virðist þó vera lítið annað en þrálát mýta, samanber færslu mína fyrir all nokkrum árum.

Þetta barst svo nokkuð í tal í athugasemdum við færsluna hér á undan.

En þó að reynsla annara flokka af ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkingu og Vinstri græn sé umtalsvert minni, enda flokkarnir á nýlegum kennitölum, væri ef til vill ekki úr vegi að skoða hvernig samstarfsflokkum þeirra hefur vegnað.

Hvernig hefur þeim tveimur flokkum sem hafa myndað ríkisstjórn með Samfylkingu vegnað í kosningum þar á eftir?

Svo er varla hægt að minnast ógrátandi á útreið þess eina flokks sem hefur verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn.  Þar á bæ hafa Íslandsmetin tapfallið í fylgistapi, reyndar einnig þegar flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu.

Stundum nægir að vera einn í liði til að tapa fylgi, rétt eins og um sjálfsónæmi sé að ræða.

En það virðist líka hafa verið raunin undanfarin ár, að þeir flokkar sem harðast berjast fyrir "Sambandsaðild", tapi hvað hraðast fylginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sko, einu staðreyndirnar sem skipta máli í pólitík eru a)hvað fólki finnst (sem aftur hefur oft mest lítið með staðreyndir að gera), og b)þær tölur sem koma uppúr kjörkössunum.

Kristján G. Arngrímsson, 23.9.2017 kl. 09:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri svo ágætt ef fólki fengi minnið aftur og fæi að tengja stjórnarskrármálið og ESB saman, eins og vera ber.

Sjá hlekk.

http://www.visir.is/g/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 11:59

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það getur verið staðreynd að "fólki" finnist eitt og annað, en það þarf ekki að vera staðreyndir sem það byggir á.  Þess vegna er mikið á sig lagt til að koma á fót "mýtum" sem þegar á reynir byggja jafnvel alls ekki á staðreyndum og ekkert er gert til að staðreyna þær. :-)

Það er svo rétt að þær tölur sem koma upp úr kjörkössunum eru þær sem skipta máli.

Þær gefa rétta mynd um styrkleik flokka og í raun hvað stór hluti kjósenda vill að sjónarmið viðkomandi flokka ráði ferðinni.

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta.  Það er alveg rétt að ákefðin eftir nýrri stjórnarskrá er nátengd ákefðinni sem flokkar eins og Samfylkingin hafa sýnt á "Sambandsaðild". Þú hefur verið duglegur að minna á það og átt fyrir það þakkir skyldar.

En minnið er mislangt og mýturnar misvel undirbyggðar. Þar spila "stjórnmálafræðingar", "álitsgjafar" og fjölmiðlar líklega stærstu rulluna.

G. Tómas Gunnarsson, 23.9.2017 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband