Fellur Merkel?

Angela Merkel hefur verið nokkur "fasti", ef svo má að orði komast, í evrópskum stjórnmálum. Engin núverandi evrópskur kjörinn þjóðarleiðtogi hefur setið lengur eða sigrað í jafnmörgum kosningum.(Putin á þó ef til vill lengri feril, en varð þó að taka "hlé", frá 2008 til 2012)

Nú stefnir hún að því að verða kanslari sitt 4. kjörtímabil.

Margir hafa talið að það væri lítið annað en formsatriði, svo sterk væri staða hennar í Þýskalandi og raunar innan Evrópusambandsins. "Mutter Merkel" væri örugg, hver færi s.s. að kjósa "mömmu" á brott.

En nú í fyrsta sinn í langan tíma benda skoðanakannanir til þess að sess hennar sé langt í frá tryggur.

Og hætttan kemur ekki frá hægri eða því sem margir vilja kalla "popúlíska flokka", heldur frá vinstri, frá sósíaldemókrötum, frá samstarfsflokki Kristilegra demókrata (flokki Merkel) undanfarin ár.,

En kosningarnar eru langt í frá tapaðar fyrir Merkel, en nýleg skoðanakönnun sýndi að frambjóðandi Sósíaldemókrata, Martin Schulz, er fyrsti kostur stærsta hluta Þjóðverja sem kanslari.

Schulz var fyrsti kostur sem kanslari 50% aðspurðra, á meðan Merkel hlaut aðeins 34%. 

En það er rétt að hafa í huga að kanslari er ekki kosinn beinn kosningu og enn hefur flokkur Merkel all nokkuð forskot á flokk Sósíaldemókrata.

Það bil hefur þó farið minnkandi.

Þessar niðurstöður skoðanakönnunarinnar þykja einnig benda til þess að Schulz og Sosíaldemókratar eigi möguleika, nokkuð sem hefur þótt nokkuð fjarlægt.

Schulz, sem er þekktastur sem fyrrverandi forseti Evrópusambandsþingsins, hefur þótt sækja á, og hafa það fram yfir aðra frammámenn Sosíaldemókrata að hann hefur ekki setið í ríkisstjórn.

En það er enn langt til kosninga og ótal breytingar líklegar til að eiga sér stað.  Eitt af stóru málunum verður án efa öryggi og málefni innflytjenda, jafnt löglegra sem ólöglegra.

Sosíaldemókratar virðast vera reiðubúnir til að taka mun harðar á ólöglegum innflytjendum en hingað til.

En það verður líklega einnig tekist á um Evrópusambandið, en Schulz hefur verið "Sambandríkissinni" og einn af ákafari talsmönnum "æ nánari samruna".

En eins og áður sagði er kanslari ekki kosinn beinni kosningu og að sjálfsögðu skipta frambjóðendur í hverju kjördæmi miklu máli, en það gerir leiðtoginn að sjálfsögðu einnig.

Og svo skipta aðrir flokkar og gengi þeirra einnig miklu máli, ekki hvað síst hvernig AfD mun vegna.  Margt bendir til að hann verði 3. stærsti flokkurinn, með 12 til 14%.

Síðan eru það Vinstri flokkurinn (Linke - arftaki Kommúnistaflokksins) og Græningar, sem báðir hafa í kringum 8%.  Nái Sosíaldemókratar góðri kosningu er möguleiki að þeir 3. gætu myndað ríkisstjórn.

En það er einnig vert að hafa í huga að það er engin ástæða til að afskrifa "mömmu", kosningabaráttan er öll eftir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband