Pólítískur brandari dagsins

Eins og margir eflaust vita, hefur breskur dómstóll úrskurðað að ríkisstjórnin þar í landi þurfi að bera úrsögn "Sameinaða konungsveldisins" undir þarlent þing.

Því geti ríkisstjórnin ekki ákveðið að beita "grein 50" þegar henni best þykir.  Það verði í raun ákvörðun þingsins, og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi aðeins verið ráðgefandi, en valdið liggi hjá þinginu.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfrýja þessum úrkurði til æðra dómstigs.

Nú er mér sagt, að jafnvel þó að það dómstig myndi staðfesta dóminn, þá eigi breska ríkisstjórnin jafnvel einn enn möguleika.

Hún geti áfrýjað ákvörðun æðsta dómstigs Bretlands til Evrópusambandsdómstólsins (European Court of Justice). 

Þó eru lagaspekingar ekki sammála um hvort að þessi möguleiki eigi við eður ei.

Ekki getur þó líklegt talist að sá möguleiki yrði notaður, enda varla möguleiki á einhverju meira kaldhæðnislegra en slíku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband