Eru alþingismenn launalegir eftirbátar verkalýðsforystunnar?

Nú er fátt rætt af meiri þrótti en launamál alþingismanna og nýfallinn úrskurður kjararáðs.  Engin leið er að segja annað en að launahækkunin sé mikil. Verkalýðsforkólfar og margir aðrir hafa farið "hamförum á sviðinu", ef svo má að orði komast.

En við hverja á að miða þegar laun alþingismanna eru ákvörðuð?

Maður sem að alla jafna hefur reynst mér góð og sönn uppspretta upplýsinga sendi mér póst í dag og sagði mér að þrátt fyrir ríflega launahækkun, væru laun alþingismanna enn lægri en þekktist t.d. í "verkalýðsforingjageiranum".

Þannig séu laun t.d. forseta ASÍ mun hærri en þingfararkaup.

Skyldi það vera rétt?

Hver skyldu vera laun annarra verkalýðsforingja?

Er eitthvert "kjararáð" starfandi í verkalýðsfélögunum?

Hver ætti nú "goggunarröðin" hvað varðar laun að vera?  Ættu alþingismenn að vera með hærri laun en verkalýðsforingjar, eða öfugt?

Hvað finnst þér.


mbl.is „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þannig séu laun t.d. forseta ASÍ mun hærri en þingfararkaup."

Sem segir manni það eitt að sá aðili sé líka með óhófleg laun.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2016 kl. 16:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Þakka þér fyrir þetta. Eins og allt annað er þetta "relativt" eftir því hvaðan er horft.

Það má deila um laun alþingismanna og að má deila um laun verkalýðsforkólfa.

En hvað væri hæfileg laun fyrir alþingismenn og hvað væri hæfileg laun fyrir verkalýðsforingja?

Hvor hópurinn ætti að hafa hærri laun og hver ætti að ákveða það?

Hvernig skyldi nú standa á því að enginn skuli hafa skipulagt mótmæli á Austurvelli til þess að berjast gegn launakjörum verkalýðsforingja?

G. Tómas Gunnarsson, 2.11.2016 kl. 17:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst allt að það megi taka það fram í allri þessari móðursýkislegu umræðu að laun alþingismanna og ráðheffa voru lækkuð heilan helling í stjornartíð Jóhönnu Sig. í einu stórkostlegu lýðskruminu. Allt í lagi að leiðrétta það um leið og launin eru uppfærð.

Mér finnst það engin ósköp að ætla þessu fólki milljón á mánuði. Er ekki viss um að fólk með þokkalega sjálfsvirðingu eða menntun gæfu sig í þetta á einhverjum strípuðum verkamannataxta.

Það sem mætti endurskoða er misræmið í lífeyrismálum og dekstri í eftirlaunum, sem er út yfir allan þjófabálk. Alþingismenn og ráðherrar geta svo sætt sig við heimfararkaup (uppsagnarfrest) eins og annað fólk. Sex mánaða tímabil á fullu kaupi eftir vinnulok er út í hött.

Það er í slíkum atriðum sem menn sitja ekki við sama borð og einhverskonar aðalshlunnindi veitt þessari stétt. Borga þeim vel á meðan þeir vinna og setja lífeyrisréttindi og starfslok til samræmis við aðra. Þetta er ekki aðall og sömu lög eiga að gilda um þá og aðra. 

Kjararáð ætti bara að miða hækkanir sínar í framtíðinni við launavísitölu um hver áramót. Skil ekki hvað þetta er gert flókið.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2016 kl. 19:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má endalaust deila um hvað teljast "eðlilieg laun" hvers hóps.

Verið getur að einhverjum þyki eðlilegt að launaskalinn skuli vera allt að áttfaldur, þ.e. að sumum sé greitt áttföld laun verkamanns.

Engin hætta er á að þingmenn þurfi að þiggja strípuð verkamannalaun, Jón Steinar. Þar var himinn og haf á milli, fyrir þá rausnarlegu hækkun sem nú kom í vasa þeirra. Bara hækkunin ein og sér slagar hátt upp í tvöföld verkamannalaun og hækkun forseta er rúmlega tvöföld laun skúringakonunnar. Hitt tek ég heilshugar undir með þér, að launahækkanir til æðstu stjórnenda landsins og þeirra sem lögin setja, sem og annarra hópa sem kjararáð ákvarðar laun hjá, ætti auðvitað að miðast við launavísitölu. Auðvitað þyrftu þá fjöldauppsögn í kjararáði, en fjöldauppsagnir hafa oftar en ekki leitt til mótmæla á torgum. 

Gunnar Heiðarsson, 2.11.2016 kl. 20:30

5 identicon

Tekj­ur Ólafíu B. Rafns­dótt­ur, for­manns VR, hækkuðu um 45% upp í 1.407 þúsund á þessu ári. Tekj­ur Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manns BHM, hækkuðu um 37% frá síðasta ári og fóru í 1.205 þúsund krón­ur. Tekj­ur Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, hækkuðu um 23% milli ára og fóru í 1.064 þúsund á mánuði. Tekj­ur Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ, hækkuðu um 4% milli ára og fóru í 1.246 þúsund. Tekj­ur Þórðar Hjaltested, for­manns Kenn­ara­sam­bands Íslands, hækkuðu um 6%, en hann fór í 1.128 þúsund. El­ín­ Björg­ Jóns­dóttir, for­maður BSRB hækkaði um 9% og fór í 1.093 þúsund.

Espolin (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 01:24

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin, ég held að miklar hækkanir séu alltaf umdeilanlegar, en svo má aftur deila um hvort að alþingismenn hafi dregist afturúr, sambærilegum störfum.

Sé litið til upplýsinga frá "espolin", þá má velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að ýmsir þeir sem hafa verið á pólítíska sviðinu, eða nálægt því, kjósi frekar að starfa í verkalýðshreyfingunni, hreinlega launalega séð?

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Ég er í öllum aðalatriðum sammála þér ekki hvað síst hvað varðar hlunnindin.

Auðvitað er atvinnuöryggið minna en í ýmsum öðrum störfum, en það er þó ofmetið. Og hvers vegna á einstaklingur sem ákveður að hætta að fá biðlaun?

@Gunnar Þakka þér fyrir þetta.

@Espolin Þakka þér fyrir þessar upplýsingar, þær eru óneitanlega merkilegar.  Svo virðist sem verkalýðsforingjarnir hafi margir hverjir verið með 50 til 70% hærri laun en alþingismenn, fyrir hækkanir þeirra síðarnefndu.

Verð að viðurkenna að fyrir mér, holar þetta dálitið málflutning þeirra.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2016 kl. 06:55

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég held að Guðni forseti hafi sagt allt sem segja þarf um þetta mál. Að þingmennska sé ótrygg vinna er engin rök því að fólkið sem fer á þing veit hver díllinn er en sækist samt eftir því eins og enginn sé morgundagurinn.

Mér skilst að einu sinni hafi laun þingmanna verið miðuð við laun kennara. Hvers vegna ekki?

Annars er það náttúrulega einfaldasta skólabókardæmi sem til er um spillingu að Kjararáð er skipað af þeim mönnum sem það ákvarðar laun. Algjörlega idjótískt fyrirkomulag og þeir sem ákveða þetta (þingmenn) eiga varla skilið að fá há laun.

Kristján G. Arngrímsson, 3.11.2016 kl. 14:57

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristán Þakka þér fyrir þetta. Kjaramálin eru ekki einföld. Það er margt sem má nefna.  Hvers vegna á forseti að vera með um milljón meira en forsætisráðherra?

Eins og ég sagði í athugasemd hér að ofan, hvers vegna ættu alþingismenn að vera hálfdrættingar á við verkalýðsleiðtoga?

Og hvers vegna ætti formaður kennarasambands að vera með mörgu sinni hærri laun en kennarar?  Er enginn sem vill taka það að sér?

En ég held að þú hafir rétt fyrir þér að laun alþingismanna hafi einu sinni verið miðuð við laun menntaskólakennara.

Ég held reyndar að starf alþingismanna hafi í raun ekki verið talið fullt starf í þá tíð.  Enda var jafn algengt og ekki, ef ekki algengara að alþingismenn hefðu önnur störf samhliða þingmennskunni.

Þannig er það reyndar víða um lönd.  Sumum þykir það gott og æskilegt, öðrum þykir það slæm latína.

Það býður heim hagsmunaárekstrum, og það er vegna þess að það hefur lagst af.

Ég hef skrifað oft hér um að mér þyki það ósvífni að alþingismenn hafi setið jafnhliða í sveitarstjórnum og ég held að það hafi lagst af.  Ég var alla vegna glaður að sjá að bæði Logi og Náll ætla að hætta í bæjarstjórn Akureyrar.

Þannig að þó að ég geti tekið undir að hækkunun nú sé of skörp, en það er hins vegar full ástæða til að alþingismenn hafi betri laun en þeir höfðu.  En það er full ástæða til þess að ræða almennt um hverngi menn sjá fyrir sér "launakerfi" samfélagsins.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2016 kl. 17:34

9 identicon

Þetta eru góða upplýsingar hjá Espolín en ég er hræddur um að þetta séu bara grunnlaunin. Svo eru bifreiðahlunnindi og aðrar sporslur eftir auk hundraðþúsunkallanna sem þau fá fyrir setu í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Það er líka kórrétt hjá Jóni Steinari að það er náttúrulega bara verið að reyna að leiðrétta popúlismann frá stjórnartíð Jóhönnstjórnarinnar.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 21:18

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er athyglisvert að engir þingmenn Sjálfgræðiflokksins hafa mótmælt hækkununum. Styður þá fordóma mína að Sjálfstæðisflokkurinn sé gróðahyggjuflokkur og að þeir sem eru þingmenn hans gefi skít í samfélagið sem þeir búa í. Stuðningur við flokkinn er líklega til marks um svipuð viðhorf. Andstyggilegt.

Kristján G. Arngrímsson, 4.11.2016 kl. 09:45

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er annars sammála því að verkalýðsforkólfarnir ættu að vera á svipuðum launum og þingmenn. Og laun formanns KÍ eru hneyksli - sérstaklega í ljósi þess að hann gerir held ég lítið annað en að vera fundarstjóri á nokkrum fundum sambandsins á ári. Glataður formaður.

En það er vissulega ánægjulegt að sjá hversu margir eru bandbrjálaðir úti hina svokölluðu Jóhönnustjórn, því að sú stjórn mun fara í sögubækurnar sem ein merkilegasta ríkisstjórn sem setið hefur á Íslandi. Og Jóhanna er líklega á toppnum yfir merkustu forsætisráðherra. Hennar tími kom svo sannarlega.

Kristján G. Arngrímsson, 4.11.2016 kl. 09:50

12 identicon

Þegar ég las næst síðasta innlegg KGA hélt ég að hann hefði ekki fylgst nægjanlega vel með fjölmiðlum. Seinni efnisgreinin í síðasta innlegginu skýrði málið; hann er með of sterk flokksgleraugu...

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa held ég flestir tjáð sig á líkan máta og Helgi Pírati (og fleiri), mestu máli skipti að finna leið til að ákvarða þessi laun án þess að allt verði vitlaust, láta popúlismann eiga sig.

Forsetinn er svo líka að læra hvað er sniðugt og hvað ekki, hann lærir eflaust; meira að segja DO átti bara eina Bermúdaskál - lærði af því atviki.

Verkalýðsrekendur með meira en milljón á mánuði eiga að halda kjafti, það er bara mín skoðun. Og yfirdrifin viðbrögð margra kennara auka ekki álitið á þeirri stétt svo ég haldi áfram með mína skoðun.

ls (IP-tala skráð) 4.11.2016 kl. 10:17

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað á móti hækkununum, þó varlega sé, aðallega í þá átt að þær séu of "brattar". Það hefur meira að segja Bjarni Ben gert og efast um að hún gangi upp.

En það er önnur saga.

Hví skyldu laun alþingismanna ekki mjakast nær verkalýðsforystunni?

Er ekki gott fyrir kennara að byrja á því, að eigið félag lækki laun formannsins, áður en þeir ráðast á þingmenn? Var ekki einhvern tíma sagt að byltingin eigi að hefjast heima fyrir? 

Það eru nú aðallega fyrrverandi flokksystkin Jóhönnu sem hallmæla henni í gríð og erg þessa dagana, stundum undir rós stundum ekki.

En ég er hálf hræddur um að sagan eigi eftir að fara frekar ómjúkum höndum um "Jóhönnustjórnina", en það fer vissulega eftir því hverjir koma til með að skrifa hana.

En í dag kjósa margir sagnfræðingar að fara mjúkum höndum til dæmis um kóna eins og Stalín (ég er ekki að bera þau tvö saman, bara að taka sagnfræðilegt dæmi:-).

Ýmsilegt gerði sú stjórn ágætlega (eins og reyndar allar ríkisstjórnir) en á mörgum sviðum stóð hún sig herfilega.

Í fyrsta lagi má segja að hún hafi færst of mikið í fang. En það voru svo mörg illa unnin mál og þegar ráðherrrarnir sjálfir tala um að stjórnarfrumvörp hafi verið eins og "bílslys" sjá flestir (eða þeir sem kæra sig um) að eitthvað mikið var að.

G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2016 kl. 10:39

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitthvað hafa þessi andmæli Sjálfstæðisþingmanna farið lágt ... Annars var Helgi Hrafn (heitir hann það ekki?) Pírati eitthvað að tala um að þingið mætti alls ekki ganga í að vinda ofan af þessum hækkunum (svo maður noti nú orðalag Guðna forseta), og sýndi þar að hann (Helgi) hefur í rauninni ekki hugmynd um hvað málið snýst í rauninni. Hann heldur að þetta sé spuring um lög og reglur.

Erum við ekki sammála um að Thatcher sé einn merkasti forsætisráðherra Bretlands? Hún er nú aldeilis ekki óumdeild. Ég meina, sama á við um Jóhönnu Sig. Merkasti forsætisráðherra Íslands fyrr og síðar.

Eitt enn: í kommenti Is er talað um "verkalýðsrekendur" - er það einhverskonar samkrull úr verkamanni og iðnrekanda? Er það semsagt sjálfstætt starfandi verkamaður? Ég get nú ekki ímyndað mér að slíkur maður myndi hafa himinhá laun.

Kristján G. Arngrímsson, 4.11.2016 kl. 12:12

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Sjálfstæðismenn hafa ekki hrópað hátt á torgum og barið sér á brjóst, það er líklega rétt. En þetta er eitt af þessu sem að er orðið "svo faglegt", sem var mikið tískuorð hér fyrir nokkru.  Faglegheitin felast oft í því einna helst að engin ber á gjörningum pólítíska ábyrgð. Svona þegar málin eru færð "armslengd" frá ráðherrum og alþingismönnum, sem er annað tískuorð.

Thatcher er tvímælalaust einn af merkari forsætisráðherrum Bretlands og umdeildari en flestir.

En, nota bene, á henni og Jóhönnu er mikill munur. Ekki síst sá að þó að vissulega sé aldrei hægt að gera öllum til geðs, var ekki ráðist eins harkalega á Thatcher af samstarfsmönnum.  Pólítískir andstæðingar og alls kyns "álitsgjafar" og aðrir spekingar, þar á meðel "verkalýðsrekendur", hötuðuYst og hatast við Thathcer, vegna þess að hún "valdstýfði" þá.

En eins og hefur mátt heyra undanfarna daga eru það ekki síst pólískir "samherjar", líklega væri þó líklega meira lýsandi að segja flokkssystkin, sem eru að hrauna yfir Jóhönnu.  En að sjálfsögðu á hún sér stall í sögunni, hún er fyrsti kvenforsætisráðherrann en ég er ekki viss um að arfleifð hennar verði mikið meiri en það.

"Verklýðsrekandi", er velþekkt "slanguryrði", hefur verið í málinu um áraraðir, notað um einstaklinga sem reka verkalýðsfélög. Ýjar svolítið að því að það sé ekki síður með eigin hagsmuni að leiðarljósi en verkalýðsins.

Rímar það ekki ágætlega við það sem þú varst að segja um Kennarasambandið?  Ekki það að ég þekki nokkuð til þar.

G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2016 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband