Með hagsmuni neytenda að leiðarljósi?

Það er rætt um landbúnað og styrki til hans víða um lönd, enda víða vandræðaástand. Ekki það að framleiðslan gangi illa, heldur stendur hún varla eða ekki undir kostnaði, jafnvel þó að tekið sé með í reikninginn fjallháar greiðslur frá hinu opinbera víðast um lönd.

Hvað er þá til ráða annað en að auka duglega í styrki til bænda, eins og "Sambandið" hefur nú gert, um u.þ.b. milljarð euroa síðastliðið ár.

Staðreyndin er sú að framleiðslugetan er einfaldlega of mikil í landbúnaði.  Það er enda ekki minnkandi eftirspurn í framleiðslulöndunum sem veldur vandræðum í "Sambandinu" nú, heldur hitt að útflutningsmarkaðir hafa veikst.

Eftirspurn eftir mjólkurafurðunum sem skattgreiðendur í "Sambandinu" niðurgreiða til útflutnings hefur einfaldlega minkað.

Þar munar ekki síst um Rússland, en einnig lönd eins og Saudi Arabíu, Alsír, Nígeríu og Oman. Lágt olíuverð hefur þar áhrif og svo einnig á framleiðsluþáttinn, því lágt olíuverð lækkar fóðurverð og hvetur þannig til aukinnar framleiðslu.

Neytendur víða um lönd hafi hins vegar notið þess í verði að framleiðsla hefur verið mikil og samkepni hörð.

Verð á mjólk og mjólkurafurðum hefur snarlækkað, og sumstaðar hefur mjólk lækkað í verði um u.þ.b. 40% og ostur og smjör jafnvel meira.

En slík verð munu líklega hægt og rólega heyra sögunni til. Milljarðar euroa verða notaðir til að minnka framleiðsluna og hækka verðið.

Líklega með hagsmuni neytenda (kjósenda) að leiðarljósi.

P.S. Hér er fjallað um hvernig hlutirnar eru að gerast "Sambandinu" þessa dagana, en það er auðvitað ekkert einsdæmi þegar kemur að landbúnaði víðast um heiminn, enda þau ekki mörg löndin þar sem landbúnaður er rekinn án umfangsmikilla styrkja hins opinbera.

 


mbl.is Mæta offramboði mjólkur með styrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband