Mega ekki allir styrkja starfsemi trúfélaga á Íslandi?

All nokkuð hefur verið rætt um starfsmemi og styrki til trúfélega á Ísland undanfarin misseri. Líklega er ekki of sterkt til orða tekið þegar sagt er að nokkur munur sé á skoðunum í þessum efnum.

En mér vitanlega er ekkert sem bannar einum eða neinum að styrkja trúfélög á Íslandi og líklegra er en ekki, að mínu mati að mörg þeirra fái og/eða hafi fengið einhverja styrki erlendis frá.

Sem eðlilegt er og ekkert út á það að setja.

Er ekki nákvæmlega jafn eðilegt að útlendingar láti fé af hendi rakna til trúarstarfsemi og trúboðs á Íslandi og að íslendingar geri slíkt til trúboðs og tengdrar starfsemi í fjarlægum löndum?

Og hver ætti að meta hvaða aðilar eru hæfir til að gefa fé og hverjir ekki? Og eftir hvað lögum og reglum ættu þeir að vinna?

Þess vegna virðist mér allt tal um að kanna hvaðan fjármagn kemur marklaust, hvort sem það kemur frá borgarstjóra eður ei.

Og hvernig á svo að vinna málið áfram?

Ef 200 einstaklingar gefa milljón hver, hver á að rannsaka að allir einstaklingarnir hafi raunverulega gefið eigið fé, eða hafi efnahagslega burði til þess?

Mér virðist þetta allt nokkuð marklaust.

Hún er líka áhugaverð umræðan um að allir trúarsöfnuðir á Íslandi verði að starfa í samræmi við íslensk lög, þar sem m.a. er kveðið á um að ekki megi mismuna einstaklingum eftir kyni.

En það verður að hafa í huga að stjórnarskráin íslenska tryggir trúfrelsi og það er þarft að velta því fyrir sér, hvort að það sé ekki sterkara.

Að sá sem velur sér trúfélag, hafi í raun þá gefið hluta af öðrum réttindum sínum eftir.

En ég hef velt þessu fyrir mér áður, og má lesa það hér.

Staðreyndin er sú, að ef að horft er í til íslenskra laga, eru það líklega fleiri en eitt og fleiri en tvö trúrfélög sem gætu lent í vandræðum.

En hvað verður þá um trúfrelsið?

Þeir sem hafa lesið þetta blogg reglulega vita líklega að mér hefur sjaldan legið mjög gott orð til trúfélaga. Get ekki sagt að ég beri mikla virðingu fyrir þeim.

En því má ekki rugla saman við virðingu mína fyrir trúfrelsi og frelsi einstaklinga til að iðka trú sína. Sú virðing er mikil.

En hún hefur vissulega sín takmörk.

Spurningin er hvar mörkin liggja og hvar íslendingar vilja draga þau.

Það er umræða sem þarft er að taka, en líklega eldfim.

P.S. Ég vil taka undir með þeim sem hafa lýst aðdáun sinni á teikningu af fyrirhugaðri mosku í Reykjavík.

Mér þykir næsta víst að bygginguna eigi ég aldrei eftir að sjá innan frá, en fyrirhugað útlit hennar er gott og kom mér skemmtilega á óvart.

 

 


mbl.is Óeðlileg pressa frá leigusölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Mikilvægi trúfrelsis finnst mér vera ofmetið. Eða að minnsta kosti mikilvægi trúarbragðafrelsis. Auðvitað er ómögulegt að stjórna því hverju fólk trúir en hinsvegar er hægt að semja reglugerð í kringum trúarbrögðin t.d. hvað varðar trúfélög, meðal annars hvað varðar fjármögnun og bænahús.

Japanar sem dæmi hafa ekki beint bannað Islamstrú en þeir hafa hinsvegar þrengt verulega að henni svo hún hefur ekki náð að vaxa mikið þar í landi.

Trúfrelsisákvæðið er reyndar orðað á þann veg að ekki megi kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Ákvæðið um að ekki megi mismuna vegna kyns trompar því trúfrelsið. Ef trúfélag t.d. leyfir ekki konu að verða prestur eða íman og bannar konum að vera á aðalsvæðinu þá er það auðvitað ekkert annað en brot á stjórnarskrá.

Ef við köfum meira ofan í þetta þá má alveg velta því fyrir sér hvort rit eins og Kóranin og Biblían séu ekki tæknilega séð ólögleg því þau eru notuð sem hluti af trúboði og í þessum ritum er t.d. hvatt til ofbeldis og fleira sem stangast á við lög. 

Ég held að Íslendingar almennt vanmeti það hversu mikil áhrif trúarbrögð geta haft á pólitík og aðra samfélagsþætti. Við erum flest svo "létttrúuð" að við eigum erfitt með að skilja þetta. Þetta er einstakt umhverfi að trúmál séu lítið sem ekkert rædd í kosningabaráttum og að trú eða trúleysi frambjóðenda skipti flesta engu máli.

Innflytjendur frá miðausturlöndum eru hinsvegar að koma úr allt öðru umhverfi. Þeir koma frá menningarheimi þar sem trúin er það mikilvægasta í lífinu og hefur áhrif á flesta þætti daglegs lífs. Sádí-Arabar hafa unnið hörðum höndum að því að öfgavæða þessi áhrif í Evrópu með því að fjármagna trúfélög víða um álfuna og haft þar með áhrif á stefnur þeirra. Oft endar þetta með því að Moskurnar fara út í pjöra Wahabbisma sem er ein öfgamesta stefna sem finnst innan þessara trúarbragða.

En þetta er auðvitað ekki bundið við Islamstrú þó hægt sé að finna verstu dæmin þar. Í t.d. Úganda hefur kristin trú orðið öfgameiri síðastliðin ár vegna áhrifa frá Bandarískum öfgasamtökum sem hafa verið að dæla peningum inn í landið. Maður getur líka ekki annað en velt því fyrir sér hvort kristnir sértrúarsöfnuðir hafi verið að fá einhverja styrki frá Ameríku.

Það á auðvitað með öllu að banna erlenda fjárstyrki.

Hérna er annars ágætis dæmi um Evrópska mosku sem er undir áhrifum Sádanna: https://www.youtube.com/watch?v=JRF_yPQy-Qo 

Hallgeir Ellýjarson, 27.11.2015 kl. 17:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hallgeir  Þakka þér fyrri þetta. Þetta eru áhugaverð skrif hjá þér. Margt vel sagt.

En ég get ekki skilið skrif þín öðruvísi en að þú viljir banna starfsemi kaþólsku kirkjunnar, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og hugsanlega fleiri kristna söfnuði, ásamst islam, á Íslandi.

Það er býsna áhugavert sjónarmið.

Persónulega finndist mér engin missir að trúarbrögðum, en hef þó engan áhuga á því að ganga svo langt gegn frelsi einstaklinga til stunda trú sína.

En ég er ekki sérfræðingur í lögum, en það væri fróðlegt að heyra álit þeirra á hvað trúfrelsið nær langt.

Það er rétt að hafa það í huga að trúfrelsið er bundið í stjórnarskrá, og spurning hvernig tvö gagnstæði stjórnarskrárákvæði virka gegn hvort öðru.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2015 kl. 18:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stjórnmálaflokkum hér á landi er bannað að taka á móti erlendum fjárstyrkjum, er einhver ástæða til að önnur regla gildi yfir trúfélög.

Þá eru skil milli trúariðkunar og stjórnmála engin innan múslimatrúar. Stjórnarfar og trú eru eitt og hið sama. Því ætti kannski að skilgreina múhameðstrú sem stjórnmálaafl frekar en trúarhóp. Það yrði þá væntanlega sett við hlið nasisma og kommúnisma, þar sem einræði er helsta stjórnavopnið.

Stjórnarskráin okkar tryggir öllum fullan rétt til að stofna hvaða félag sem er, án hafta. Varla held ég þó að landsmenn yrðu sáttir við að hér yrði stofnaður flokkur nasista, sem myndi síðan byggja sér samkomuhús fyrir erlent fjármagn. Jafnvel þá þetta samkomuhús bæri af fyrir fegurð!

Gunnar Heiðarsson, 27.11.2015 kl. 20:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar Þakka þér fyrir þetta. Sagan geymir all nokkra styrkjasögu íslenskra stjórnmálaflokka erlendis frá. Sumir vilja meina að til flokkur sem ennþá njóti góðs af þeim styrkjum, en það er önnur saga.

Það er rétt hjá þér að í mörgum ríkjum (ekki öllum) ríkjum múslima eru ógreinileg skil á milli trúar og stjórnmála. En það er ekki hægt að segja að múslimar hafi myndað pólítískar hreyfingar víða um lönd.

Ég held reyndar að það sé ekkert sem banni að stofnaður væri nazistaflokkur á Íslandi, en hugsanleg stefnuskrá gæti auðvitað gert það, en ekki nauðsynlega.

En auðvitað væri það óskemmtilegur endurómur af fyrrum kommúnistaflokkum á Íslandi, ef hér risu flokkar og kæmu sér upp húsakosti fyrir erlent fjármagn.

En ég velti því alltaf fyrir mér hvers vegna svo margir líta alltaf á bann sem réttu lausnina? Og svo þarf að velta því fyrir sér til hvers bannið leiðir.

Er þá vilji til þess að setja upp umfangsmikið eftirlit með fjármálum og -reiðum trúarhreyfinga?

"Rússagullið" kom ekki til Ísland þannig að "allt væri upp á borðum", en kom samt.

Persónulega hef ég trú á því að fleiri trúfélög á Íslandi þiggi eða hafi þegið erlenda fjárhagsaðstoð, en marga gruni. En ég hef engar sannanir fyrir slíku.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2015 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband