Falleinkunnir Evrópusambandsins - lög og reglugerðir duga skammt

Það er útbreiddur misskilningur margra stjórnlyndra stjórnmálamanna að það dugi að setja lög og reglurgerðir og þá gangi allt eins og í sögu og vandamálin verði á brott.

Líklega er þessi misskilningur hvergi útbreiddari en í Evrópusambandinu.

Þannig er það með Eurosvæðið.

Farið er af stað með ógrynnin öll af lögum og reglugerðum, sem svo lítið sem ekkert er gert með þegar til kastanna kemur.

Það þótti ekki þarft að fara eftir lögum eða reglugerðum þegar hleypa þurfti Grikklandi inn á Eurosvæðið. Það þótti ekki ástæða til að beita viðurlögum þegar Þýskaland og Frakkland brut lögin, fyrst af öllum ríkjum.

Síðan hafa 2/3 eða svo að aðildarríkjum Eurosins brotið sáttmálann og viðurlögin hafa engin verið. Staðan er nú sú að næstum eingöngu ríki sem nýlega hafa tekið upp euro, uppfylla skilyrðin.

Eurosvæðið sem heild, uppfyllir ekki skilyrðin til að vera á Eurosvæðinu.

Lögin og reglugerðirnar höfðu enga þýðingu, enga vikt.

Þannig hefur saga eurosins frá upphafi verið saga fagurra fyrirheita, en fárra efnda.

Eurokrísan hefur enda markað undanfarin ár, og er í raun ekki séð fyrir endan á henni.

Að mestu leyti má segja það sama um Schengen svæðið, sem er skilgetið afkvæmi Evrópusambandsins, þó að önnur ríki (þar á meðal Ísland) eigi aðild þar að.

Þar er farið af stað með háleit og göfug markmið. Lög og reglugerðir settar, en eftirfylgnin er lítil sem engin og eins og í tilfelli eurosins koma annmarkarnir í ljós um leið og verulega reynir á.

Lög og reglugerðir voru settar, en eftirfylgnin var svo gott sem engin.

Að vísu má þakka fyrir að samþykkt Evrópusambandsþingsins um að Búlgaría og Rúmenía fengju aðganga að Schengen var stöðvuð. Slíkt hefði líklega verið enn verra, enda var haft eftir "embættismanni sem vildi ekki láta nafns síns getið", við það tækifæri, að það væri til lítils fyrir "Sambandið", að styrkja ríki til að kaupa dýr tæki til gámagegnumlýsinga, sem kostuðu hátt í milljón euro, ef það kostaði ekki nema á milli 100 og 200 euro að sleppa að fara í gegnum þau.

En Schengen samkomulagið hefur engan vegin staðið við þau fyrirheit sem það gaf. Ytri landamæri svæðisins hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þarfnast, með þeim afleiðingum að svæðið hefur í raun verið án landamæragæslu.

Það hefur að sjálfsögðu, og eðlilega haft í för með sér að einstök ríki hafa tekið upp eigin landamæragæslu, og Schengne er eins og Juncker réttilega lýsir í nokkurs konar "dauðadái".

Á æ fleiri sviðum fær Evrópusambandið algera falleinkunn.

Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að efasemdir um "Sambandið" og "æ nánari samruna" verða æ meira áberandi og stuðningur við úrsögn ríkja, eins og t.d. Bretlands verður æ meiri.

Nú sýna skoðanakannir meirithlutastuðning breskra kjósenda við úrsögn úr "Sambandinu".

Undir þessum kringumstæðum ætti ef til vill fáum að koma á óvart að formaður Samfylkingarinnar lýsi því yfir að "Sambandsaðild" verði eitt af baráttumálum flokksins í næstu kosningum og að flokkurinn sé með undir 10% fylgi.

 

 

 


mbl.is Schengen „að hluta í dauðadái“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem er undarlegt er að sá flokkur sem um ræðir skuli ennþá mælast með tæp 10% þegar rétt niðurstaða væri 0%.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2015 kl. 00:53

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Þakka þér fyrir þetta. Er þetta ekki bara "trendið", svona "mini" flokkur. Í stíl vil "mini Schengen" sem er farið að ræða núna.

Þetta skreppur saman.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2015 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband