Meirihluti borgarstjórnar ekki starfi sínu vaxinn

Það hefur eiginlega verið með ólíkindum að fylgjast með uppákomu þessari í borgarstjórn Reykjavíkur.

Það hefur komið í ljós að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna veldur ekki hlutverki sínu, og virðast ekki skilja það.

Þegar borgarstjóri lætur hafa það eftir sér að málið hafi ekki verið kannað til hlýtar, vegna þess að Björk Vilhelmsdóttir hafi verið að hætta í borgarstjórn, jafngildir það að hann lýsi því yfir að meirihluti borgarstjórnar valdi ekki hlutverki sínu.

Því auðvitað á það ekki að hafa áhrif á borgarstjórn og ákvarðanir hennar, hvort borgarfulltrúi ákveði að afsala sér umboði sínu. Eftir sem áður eiga hagsmunir borgarbúa að vera í mikilvægasta mál borgarfulltrúa.

Þeir hagsmunir virðast hafa yfirgefið huga borgarfulltrúa.

Enn og aftur virðist meirihluti borgarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hafa misst sjónar á því að borgin er ekki eyríki, heldur hluti af Íslandi.

Reykjavíkurborg ætti ekki að hafa efst í huga að móta sér utanríkisstefnu, heldur að reka sig og fyrirtæki sín með hag borgarbúa í huga, en ekki eingöngu þröng pólitísk sjónarmið.

En það sést ef til vill á samþykktunum og árangrinum í fjármálum borgarinnar hvort núverandi meirihluta þykir mikilvægara.

Það er einungis hægt að óska þess að borgarbúar lýsi vilja sínu í næstu kosningum, og losi borgina við núverandi meirihluta.

P.S. Það er vissulega jákvætt að meirihlutinn hafi lýst vilja sínum til að draga samþykktina til baka, en lýsir jafnframt hve viljugur meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðarl, er til að samþykkja tilögur "villta vinstursins" án þess að gefa því raunverulega gaum, hvað þau eru að samþykkja.

P.S.S. Ef til vill ætti meirihlutinn einfaldlega að einbeita sér að að uppsetningu myndlistasýninga, þar virðist skaðinn þó ekki vera meiri en nokkrar milljónir og að einstaklingar missi matarlystina.

 


mbl.is Dagur: Hefði mátt útfæra málið nánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá vinkill er góður og gildur að borgarstjórn sé að tala og ákvarða í umboði íbúana varðandi utanríkismál og slíkt eigi hún ekki að gera.

Hitt er annað mál að slíkt afsakar á engan hátt stefnu Ísraels gagnvart Palestínu.

Mannréttindabrot Ísraels og yfirgangur þeirra er jafn slæmur þó Dagur Bé og félagar séu í einhverju rugli. 

En gætirðu upplýst mig um hvers vegna svo margir hægri menn á Íslandi telja sér skylt að taka afstöðu með Ísrael?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:34

2 identicon

Bjarni

Hvað með stefnu og mannréttindabrot Palestínu gagnvart Ísrael?

Þú verður að átta þig á því að þarna eru 2 að deila og Ísrael er í fullum rétti til að verja sig.

Af hverju heldur þú Bjarni að það séu bara hægri menn sem taka afstöðu með Ísrael?

Rós (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 22:45

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur Þakka þér fyrir þetta.

Að borgin hagi sér eins og eyríki með eigin utanríkisstefnu, er auðvitað út í hött og ég hygg að flestir sjái það.

Ég veit ekki hvort að hægri menn telji sig þurfa að verja Ísraelsríki út frá einhverju hægra sjónarmiði, persónulega tel ég ekki svo vera.

En það er margt að í veröldinni.

Það voru líka margar ákvarðanir teknar í lok seinni heimstyrjaldar og mörgum landamærum breytt, enda ákveðinn uppstokkun sem átti sér stað.

Þumalputtareglan var sú að þeir sem höfðu tekið afstöðu með "öxulveldunum" höfðu lítt að segja um breytingarnar og urðu undir í "breytingunum".

Eins og allt annað má vissulega deila um ákvarðanirnar.

Það má vissulega deila um ýmsar ákvarðanir og framferði Ísraelsstjórnar, rétt eins og tuga annarra ríkja í heiminum. Það má líka vissulega deila um framferði þeirra sem hafa síendurtekið farið með hernaði á hendur Ísraelsríki og heita því enn í dag að láta ekki staðar numið fyrr en það hefur verið "afmáð".

En að taka Ísraelsríki eitt út, og telja ómögulegt að eiga við það viðskipti er skrýtin ákvörðun hjá borginni.

Hvað næst?

Mum Reykjavíkurborg til dæmis krefjast þess að öll díselolía og bensín sem borgin kaupir verði upprunavottuð og ekkert eldsneyti komi frá löndum þar sem mannréttindi eru ekki í hávegum höfð?

Þess utan veitt líklega ekki af að kanna ástand mannréttinda á svæðum svokallaðra palestínumanna?

Hvernig er réttindum samkynhneigðra háttað þar, bara svo dæmi sé nefnt? Hvernig eru réttarhöld yfir þeim sem grunaðir erum um "landráð"?

Hvernig er pólítískt frelsi?

Það er margt sem afvega fer í veröldinni.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2015 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband