Einhyrningur að Bjórá

Gærdagurinn var ágætur hér að Bjórá, vorvorkin eru í fullum gangi, trén eru bíða þó ennþá plöntunar, en þökur voru skornar hér í gær, blómabeð með því stækkuð og þökurnar lagðar annars staðar.

Einn skuggi var á gærdeginum þó, en það var sú stund þegar Foringinn breyttist í einhyrning.  Hann tekur að sjálfsögðu virkan þátt í vorverknum, stundum virkari en æskilegt er en í gær gætti hann ekki að sér og steyptist lóðbeint á höfuðið, eða andlitið svo nánar sé tiltekið.

Ég verð að viðurkenna að mér leist ekki á blikuna, þegar gráturinn upphófst, og enn minna þegar stubbur reis upp alblóðugur í framan.

Eftir að hafa hlaupið með Foringjann inn, lagt hann á eldhúsgólfið, þurkað af mesta blóðið, lagt kaldan klút á ennið og metið stöðuna ákvað ég að hringja í lækninn.  Þar fór hjúkrunarkona yfir helstu atriði með mér, hvort að sjáöldrin drægjust saman, hvort drengnum væri óglatt, hvort hann gæti labbað eðlilega og hvort að samhæfing handa og augna væri eðlileg.

Það var auðvitað mikill léttir þegar allt þetta virkaði eins og efni standa til og drengurinn úrskurðaður að mestu leyti heill heilsu.

Það er aðeins nefið sem er illa farið, hruflað og marið og svo stendur nokkurra sentimetra "horn" út úr miðju enninu á stubbnum, rautt og blátt, rétt eins og um einhyrning sé að ræða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband