Frakkar velja og hafna...

Frakkar gerðu það gott um helgina og skiluðu Sarkozy og Royal í aðra umferð forsetakosninganna þar í landi.

Það sem meira er, þeir skiluðu Sarkozy þangað með nokkru forskoti sem gerir það nokkuð líklegt að hann hafi sigur og verði næsti forseti Frakka.  Baráttan um þau atkvæði sem féllu á aðra frambjóðendur er þegar hafin, og verður hún ábyggilega hörð (sjá meðal annars fréttir hér.).  En það sem er athyglivert, svona fyrir utan sigur Sarkozy, er gríðarlega góð þátttaka í kosningunum, eða u.þ.b. 84%.

Það er ekki að efa að á næstu vikum mun hefjast upp margraddaður kór, innan Frakklands sem utan,  um "einstakt" tækifæri til að kjósa konu í eitt valdamesta embætti heims og þar fram eftir götunum.

Sjálfum gæti mér ekki staðið meira á sama hvort að Frakkar kjósa sér konu eða karl sem forseta.

Ég vona hins vegar að þeir hafni sósialistanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband