Erfitt að meta gildi Icelandair

Ég held að það séu margir sem ekki gera sér grein fyrir þýðingu félags eins og Icelandair fyrir Íslenskt samfélag.

Það er ekki sjálfgefið að rétt ríflega 300 þúsund manna samfélaga hafi víðlíka tengingar við umheiminn og Íslendingar njóta.

Og það er ekki sjálfgefið að takist að byggja upp slíkt net sem Icelandair hefur tekist og gera það með góðum hagnaði.

Þeir eru ófáir milljarðarnir sem hafa tapast í flugrekstri víða um heim á undanförnum árum, bæði hjá minni og stærri flugfélögum en Icelandair.

Rétt er að hafa í huga að ekkert myndi þýða að ætla að byggja upp viðlíka samgöngunet byggt á íslenskum þörfum og farþegum. Það er enda svo að minnihluti farþega Icelandair eru Íslendingar, og sömuleiðis meirihluti þeirra sem lætur sér nægja örstutt stopp á Íslandi áður en þeir halda áfram austur, eða vestur um haf.

En þeir eru þó góður markhópur fyrir Íslenska ferðaþjónustu, enda margir sem koma með þeim hætti fyrst til Íslands, en notfæra sér síðar "stop-over" möguleikann sem boðið er upp á eða koma til landsins síðar.

En það er ekki aðeins að flugnet eins og Icelandair hefur tekist að byggja upp, gefi Íslendingum betri ferðamöguleika og Íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum stærra og betra markaðssvæði, heldur gefur það Íslenskum inn og útflytjendum gríðarlega möguleika og stækkar markaðssvæði þeirra.

Áhrif velheppnaðar uppbyggingar félags eins og Icelandair finnast því víða í litlu samfélagi eins og á Íslandi.


mbl.is Fljúga til 13 borga N-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband