Landspítalann burt af miðbæjarsvæðinu?

Þó að ef til vill kunni dagsetningin á fréttinni eitthvað að rýra gildi hennar, þá er hugmyndin að hluta til góð, og vert að velta henni fyrir sér víðar en á munnþurku (á ekki öll umræða á vegum hins opinbera að fara fram góðri Íslensku?).

En þó að ég held að það sé vert að velta því fyrir sér að byggja upp Landspítalann á nýjum stað, er það bollaleggingarnar um Efstaleitið sem fá mig til að velta fyrir mér dagsetningunni.

En væri ekki gott að byggja t.d. nýjan spítala við Vífilsstaði, eins og stundum hefur komið til tals?

Eða jafnvel í Hafnarfirði, þannig fæst betri tenging við flugvöll, ef að Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður.

En ég fagna því að aftur skuli vera komnar upp hugleiðingar um staðarval Landspítala.

Ég held að það sé marg sem mæli með því að byggja frá grunni og byggja mun hærra en leyfilegt er á núverandi staðsetningu.

Ekki myndi það skaða ef hægt væri að selja núverandi lóð á hærra verði en lóðir má fá annars staðar.

Að byggja Landspítala annars staðar gæti sömuleiðis hugsanlega stuðlað að frekari sátt í "flugvallarmálinu".

 

 


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvedja frá Bohemia! ♥ Mjög mikilvaegar upplýsingar - http://en-albafos.blog.cz 

albafos (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband