Verstu hugsanlegu úrslit fyrir Samfylkinguna?

Þó að ég viðurkenni fúslega að mér stendur á sama hver er formaður Samfylkingarinnar, þá verð ég að segja að ég hygg að þetta séu verstu hugsanleg úrslit fyrir flokkinn.

Það á varla að vera hægt að vinna, en tapa jafn illilega og Árna Páli tókst í dag.

Með minnihluta greiddra atkvæða, gegn einum keppinauti, en vinnur samt - með einu atkvæði.

Eftir stendur formaður líkt og "lömuð önd", og flokkurinn í "tómu tjóni".

Ég held að úrslitin gætu varla hafa orði verri fyrir Samfylkinguna og formanninn.

 

 

 


mbl.is Munaði bara einu atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á slig honum riðu  svarkar,

slægur þó allt af sér harkar,

því  flýtur Árni Páll,

flengdur,  en háll sem áll,

á  fisléttu laublaði Bjarkar!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/20/reif_hljodnemann_af_heimi/kiss

 

NOXXX (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 21:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann vogaði sér að vera raunsær og fékk bagt fyrir. Þetta er trúhreyfing en ekki stjórnmálaflokkur. Afneitunin er alger á raunveruleikann.

Hér er fyrirlestur afar raunsæs Evrókrata og sameiningarsinna, sem fer yfir söguna,stöðuna og horfir á framtiðina. Það væri gott ef þetta fólk væri jafn vel upplýst og raunsætt og Francois Heisbourg.

Skora á menn að hlusta á þetta þótt þetta sé klukkutími.

 

http://youtu.be/RV_r7qVcIVA

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 00:05

3 identicon

Úrslitin eru trúlega áfall fyrir Árna Pál. Hvort það verður honum og flokknum til trafala eða farsældar þegar til lengdar lætur á eftir að koma í ljós.

Það er auðvitað ekkert að því að það komi fram framboð gegn sitjandi formanni. Það þarf alls ekki að vera vísbending um að hann sé ekki að standa sig.

Að framboðið fái þetta mikið fylgi sýnir fyrst og fremst að um sterkan frambjóðanda er að ræða.

Það er hins vegar mjög vafasamt hvernig framboðið bar að kvöldið áður en kjörið fór fram. Lengri fyrirvari ætti að vera tilskilinn.

Það er vel líklegt að margir hafi hrifist af þessu nýja framboði vegna þess að það stefndi í dauflegan fund.

Það er eins líklegt að álitlegur hluti þeirra  hefðu fallið frá stuðningi við ISI ef þeir hefðu fengið ráðrúm til að hugleiða það í nokkra daga eða vikur.

Hér er þó ekki við þá að sakast sem stóðu að framboði ISI. Þeir fóru að lögum. það þarf að breyta lögunum. Það er ótækt að menn fái ekki lengri tíma til að gera upp hug sinn.

Úr því að vaninn er að almennir flokksmenn kjósa formann ættu framboð að hafa borist nógu tímanlega til að hægt sé að halda slíka kosningu með hæfilegum fyrirvara.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 11:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þar sem er reykur það kraumar eldur undir.  Þrálátar fréttir af plotti að undirlagi Jóhönnu Sigurðardóttur svífa yfir vötnum og gerir þetta mál miklu ógeðslegra en annars.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 12:33

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@NOXXX Þakka þér fyrir þetta. Fín limra. Er nema von að hlutverkaskipti verði þegar fyrrverandi frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar kemur til að segja "hlutlausar" fréttir af landsfundi hennar. Það skiptir í raun engu máli hvort tekur viðtalið.  lol

@Jón Steinar Þakka fyrir þetta. Sami hópurinn og vildi hann ekki sem formann, vildi nú koma honum í burt.

@Ásmundur Þakka þér þetta. Það er afar líklegt að þetta eigi eftir að verða bæði Árna Páli og Samfylkingunni erfitt. Það þarf ekki nema að skanna fréttir lauslega til að sjá að það er ekki allt með felldu í flokknum.

Það er í raun engin leið til að líta á þetta með öðrum hætti en að um skipulagða árás hafi verið að ræða, og notuð öll trikkin sem fundust í bókinni til að koma höggi á formanninn.

Ekki beint stórmannleg framkoma frá "félaga".

Líklega fara margir að velta fyrir sér annari vist. Ef til vill fara nú fram frekari vangaveltur um að finna "nýja kennitölu" fyrir óánægða.

@Ásthildur Þakka þér innleggið. Það virðist nokkuð margir sjá handaför Jóhönnu og hennar "gengis" á málinu.

Hlutfall af "þyrnum" á rósinni virðist fara hækkandi.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2015 kl. 14:10

6 identicon

Samfylkingin er klofinn og lamaður flokkur, og lítt fallinn til stórræða.
Þarna eru tvær klíkur að berjast um völdin, og takast á með klækjabrögðum.
Lítt spennandi fyrir hinn almenna áhorfanda. Ef flokksmenn eru tilbúnir til að bregða brandi gegn eigin flokksmönnum, hvað eru þeir þá tilbúnir að gera landsmönnum?

Það fyndna er, að ekki eru liðnir nema nokkrir dagar síðan Össur Skarphéðinsson bloggaði um yfirvofandi klofning Sjálfstæðisflokksins.
Ætli hann bloggi næst um klofning í eigin röðum?

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 14:35

7 identicon

Það eru engin merki um klofning í Samfylkingunni.

Það er einn kostur við að framboð ISI bar svona seint að. Það var ekki tími til að skapa sundrungu meðal almennra kjósenda.

Þegar Ingibjörg Sólrún bauð sig fram gegn Össuri, sem þá var formaður, varð mikill klofningur í hópi stuðningsmanna flokksins. Hver höndin var uppi á móti annarri á netmiðlum.

Eins og alltaf þegar sundrung er mikil innan flokks sýndu skoðanakannannir lítið fylgi við Samfylkinguna.

En menn höfðu vit á að slíðra sverðin þegar kosningar nálguðust. Á aðeins fáum vikum fyrir kosningar tvöfaldaðist fylgið og kosningaúrslitin urðu mikill sigur fyrir flokkinn.

En auðvitað reyna andstæðingar flokksins að mála skrattann á vegginn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 18:23

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Miðað við mann sem er ekki Samfylkingarmaður, og er óráðinn hvernig hann ver atkvæði sínu í næstu kosningum, virðist þú telja þig þekkja ótrúlega vel til Samfylkingarinnar.

En það er í sjálfu sér aukaatriði.

Það má sjá ýmis merki klofnings í Samfylkingunni, þó að enn sé óljóst hve mikill eða gleiður hann verður.

Hvort að Árni Páll verður svo síðasti formaður Samfylkingarinnar eður ei, á auðvitað eftir að koma í ljós, en það er nokkuð ljóst að sigling hans verður ekki auðveld.

Það eru enda "sjóræningjar" á miðunum, og aðrir sem lofa "bjartri framtíð". Enn aðrir kunna að lofa "viðreisn".

Ef til vill er "viðreisn" það sem hægri kratarnir telja sig þurfa.

G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2015 kl. 18:33

9 identicon

G. Tómas, mér sýnist á ummælum annarra hér, ef þau eru marktæk, að þá þekki þeir mun betur til innri mála Samfylkingarinnar en ég.

Annars spyr ég mig hvort óánægjan með Árna Pál byggist á misskilningi. Mönnum finnst ótækt að flokkurinn hafi ekki bætt við sig meira fylgi frá kosningum í ljósi úrslitanna 2009.

Það er eins og menn átti sig ekki á að fylgið frá 2009 dreifist nú á aðra flokka, sem þá voru ekki til, einkum Bjarta framtíð sem höfðar til sama kjósendahóps. Að vissu leyti á það einnig við um Pírata.

Fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum undanfarnar vikur er, þegar best lætur, meira en 50% meira en í síðustu kosningum. Flokkurinn er eini flokkurinn sem tapar ekki fylgi vegna mikillar fylgisaukningar Pírata.

Ég held því að það sé langsótt að kenna Árna Páli um að Samfylkingin er fjarri því að hafa náð kosningafylginu 2009.

Svo er athyglisvert að ef Samfylkingin hefur núverandi fylgi nokkrum vikum fyrir næstu kosningar þá getur það tvöfaldast í kosningunum og farið yfir 30% ef sagan frá 2009 endurtekur sig.

Ekki að ég hafi trú á því.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 10:37

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég held nú án þess að ég geti fullyrt neitt, að fyrst og fremst sé verið að vísa til þess "óhreina þvotts" sem hefur verið "viðraður" í fjölmiðlum frá því að kosningarnar fóru fram.

Þau hafa verið býsna hvöss mörg skeytin.

Björt framtíð er klofningur úr Samfylkingu og Framsóknarflokki. Píratar "stela" atkvæðum hægri vinstri ef svo má að orði komast.

En auvðitað var fylgistap Samfylkingar "stjarnfræðilegt" í síðustu kosningum, nýtt met og allt það.

Það er auðvitað ekki það sem Samfylkingarfólk vill miða við, eða segja að það séu þær slóðir sem flokkurinn vill vera á.

En ég er sammála því að það er engin ástæða til að kenna Árna Páli um fylgistapið, það gera varla margir.

Það var auðvitað tilkomið áður en hann tók við.

En hann er ekki að "meika það" heldur.

Einhvern veginn held ég að við sjáum Samfylkinguna aldrei aftur í 30%, en ekkert en auðvitað er best að segja aldrei, aldrei.

G. Tómas Gunnarsson, 22.3.2015 kl. 11:21

11 identicon

Það var 2007 en ekki 2009 sem fylgi Samfylkingarinnar tvöfaldaðist á nokkrum vikum fyrir kosningarnar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband