Píratar og "full kista af atkvæðum"'?

Hvort sem kosið er að trúa því að Píratar séu stærsti flokkurinn á Íslandi eða ekki, staðfestir þessi könnun að þeir eru í stór sókn um þessar mundir, ekki er langt síðan könnun Fréttablaðsins sýndi þá sem næst stærsta.

Það er því lítill vafi á því að kjósendur geta í æ ríkara mæli hugsað sér að greiða Pírötum atkvæði sitt og væru afar líklegir til að gera það, ef kosið væri nú.

Auðvitað eru skoðanakannanir eitt og kosningar annað, en það er engin ástæða til annars en að taka vísbendingar sem þessar alvarlega.

Að hluta til má líklega segja að þetta sé hluti af þróun sem sést víðs vegar um Evrópu, en einnig að hluta til með "Íslenskum snúning".

Víða um lönd hefur flokkkum sem standa "utan kerfisins", ef svo má að orði komast, skotið ógnarhratt upp, og náð miklu fylgi á tiltölulega stuttum tíma. Annars staðar hafa flokkar sem hafa verið "utangarðs" all lengi, náð að skjóta undir sig fótunum.

Dæmi um þá fyrrnefndu eru t.d. Syriza í Grikklandi og Podemos á Spáni. Í síðari hópnum má nefna Þjóðfylkinguna í Frakklandi (sem er spáð afar góðu gengi í sveitarstjórnarkosningum um helgina) og  Svíþjóðardemókrata , í þessum hópi mætti sömuleiðis nefna Skoska þjóðarflokkinn, sem stefnir í stórsigur í kosningum í maí. Marga fleiri flokka mætti taka með þessum hóp.

Margir þessar flokka hafa staðsett sig vel frá miðjunni og þykja býsna róttækir.

En það er einmitt þar sem breytingin á Íslandi sker sig skemmtilega úr. Ég held að Píratar hafi einmitt komið sér á blað með frekar hógværum hætti.

Það má segja að það sé ólíklegt að Píratar fái slíka útkomu í kosningum eftir 2. ár. Margoft áður hafa flokkar náð slíkum toppi á um miðbik kjörtímabils, án þess að ná fylginu í hús, þegar kemur að kosningum. Enn veit enginn hver skipar lista og hvernig spilast úr kosningabaráttu.

En það er líklegt að Píratar muni ná að bæta verulega við sig, ef þeir halda rétt á "krókstjökunum".

En það má teljast líklegt að Píratar muni finna fyrir aukinni athygli og ef til vill auknum áhuga á að starfa innan flokksins.

Það getur verið bæði til góðs og ills.

En oft hafa "Sjóræningjar" opnað rommflösku af minna tilefni en að mælast stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi.

 

 


mbl.is Píratar stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að meðan hægri öfgaflokkar taka til sín fylgi frá hefðbundnum flokkum annars staðar eru það Píratar sem gera það hér. En þeir eru nánast hrein andstaða hægri öfgaflokka.

Ástæðan er væntanlega sú að hægri öfgapólitík er stunduð her af stjórnarflokkunum meðan stjórnvöld í öðrum löndum vilja síst af öllu láta bendla sig við slíkt.

Daður Framsóknar við rasisma hefur ekki farið framhjá neinum. Tengsl Sjálfstæðisflokksins við Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum og hægri öfgaflokka í Evrópu segja sína sögu.

Þannig er Sjálfstæðiflokkurinn ekki í samtökum með breska Íhaldsflokknum heldur með UKIP. Þess vegna stefnir Sjálfstæðiflokkurinn í að verða smáflokkur sem á litið skylt við Sjálfstæðisflokk Ólafs Thors.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 09:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta, en þú ert nú farinn að rugla full mikið núna.

Sjálfstæðisflokkurinn er t.d. ekki með UKip, í Evrópusamstarfi, heldur einmitt með Breska Íhaldsflokknum, eins og sjá má hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Alliance_of_European_Conservatives_and_Reformists

Án þess að ég geti fullyrt nokkuð um það, gæti ég trúað að einmitt Breski Íhaldsflokkurinn hafi verið megin ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þessum hóp.

Það er gömul lumma að reyna alltaf að setja einhver "öfga" stimpil á þá sem eru ekki sammála. Mikið reynt á Íslandi sem víðar.

En það er nú óþarfi að bera á borð slíkar staðreyndavitleysur og þú gerir hér, þegar hægt er að afla upplýsinga á örfáum mínútum.

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2015 kl. 10:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ánægjuleg þróun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 11:11

4 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn í félagi með evrópskum öfgaflokkum"

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/06/30/sjalfstaedisflokkurinn-i-felagi-med-evropskum-ofgaflokkum/

Fyrir mörgum árum var Sjálfstæðisflokkurinn í félagi með hófsömum evrópskum íhaldsflokkum en hefur sagt sig úr því og er gengið í félag með evrópskum öfgaflokkum.

Ég sé að heimild mín um að breski Íhaldsflokkurinn sé ekki í þessum félagi er röng. Einnig hann gekk fyrir nokkrum árum úr félagi hófsamra íhaldsmanna í þetta sama félag.

Hægri öfgamennska Sjálfstæðisflokksins kemur helst fram i virðingarleysi við lýðræðið. Auðræðið hefur tekið við. Frjáls samkeppni og hæfni fá ekki að njóta sín. Vildarvinum er hyglað með skattfé.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 13:15

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur. Þakka þér fyrir þetta. Ef ég man rétt (þori þó ekki að fullyrða um það), var það einmitt að frumkvæði Breska Íhaldsflokksins sem þessi hópur var stofnaður.

Eftir minni mínu var þessi hópur fyrst og fremst stofnaður, vegna þess að klofningur var í stefnu hvað varðar Evrópusambandið og æ nánari samruna og leið að "Sambandsríki".

Líklega mætti kalla EPP (sem þú ert líklega að vísa til) með sömu rökum og gott þykir að beita nú, þegar talað er um "öfga", "öfga Evrópusambandsflokk".

En í stefnuskránni kemur m.a. fram að stefnan sé: European Political Union.

Það er ekkert undarlegt að ekki sé áhugi á því að starfa í slíkum hóp.

http://en.wikipedia.org/wiki/European_People%27s_Party

En það er nú reynar svo að í mörgum "hópum" af þessu tagi, má finna oft "misjafna sauði".

Og svo má vissulega eins og ég sagði áður, deila um hvað eru "öfgaflokkar", en það er svo merkilegt að "umburðarlynda fólkið" vill setja slíkan stimpil orðið á flesta sem eru ekki sammála því.

Sérstaklega er það áberandi nú, að ef flokkur er á móti "Sambandinu", er hann yfirleitt stimplaður bæði "öfga" og "popúlískur".

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2015 kl. 14:12

6 identicon

Auðvitað geturðu ekki bent á eitt einasta loðið svar enda eru þau öll alveg afdráttarlaus.

Öllum ráðherrunum var greinilega mikið í mun að sannfæra kjósendur um að viðræðum verði ekki slitið nema áframhaldi viðræðna verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Um þetta eru nánast allir sammála, sérstaklega að því er varðar Sjálfstæðisflokkinn, og þess vegna er algjör óþarfi að  skrifa þetta upp. Hlustaðu bara aftur.

Þú þarft hins vegar að benda á hvað er loðið við svörin ef þú vilt vera marktækur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri talað um loðin svör. Jafnvel ráherrarnir sjálfir hafa ekki neitað því að þeir hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.

Bjarni og Illugi hafa hins vegar kvartað undan því að þeim hafi ekki verið virt til vorkunnar að þeir vildu svíkja loforðin.

Bjarni barmar sér undan því að menn hlusti bara á það sem er sagt fyrir kosningar en ekki það sem er sagt þess á milli.

Og Illuga finnst að það sé nægileg ástæða til að svíkja loforð að stjórnarsamstarf með Framsókn varð niðurstaðan að loknum kosningum.

Ástæðan fyrir þessari botnlausu niðurlægingu ráðherranna er að þeir ráða í raun engu. Þeim er stjórnað af eins konar mafíum sem beita þá fyrir sig af mikill hörku.

Aðeins einn stjórnarþingmaður hefur sýnt sjálfstæði og komist upp með það. Aðrir hafa ekki treyst sér til þess vegna hættu á a missa lífsviðurværið.

Loforðasvikin eru þó ekki það versta. Tilgangurinn með þeim er enn svívirðilegri. Hér er um að ræða tilraun til að koma í veg fyrir ESB-aðild í mörg ár eða áratugi umfram valdatíð þessarar ríkisstjórnar, þvert á þjóðarvilja.

Það eru aumingjar sem láta nota sig í slíkt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 07:10

7 identicon

Þetta innlegg hér næst fyrir ofan lenti af slysni á vitlausum stað. Það er nú komið á sinn rétta stað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband