Hanna Birna er réttkjörin til þingsetu. Hún á því völina og ekki síður kvölina

Ekkert sem hefur komið fram í "lekamálinu" svokallaða gerir það að verkum að Hanna Birna hafi verið svipt þingsæti sínu.

Og það getur hvorki formaður eða þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gert.  Fyrir slíku hafa þeir aðilar enga heimild.

Eins og Bjarni réttilega segir er það undir henni komið, er hennar ákvörðun.

Hún á á völina og svo ekki síður kvölina.

Persónulega myndi ég hvetja hana til að segja af sér þingmennsku og taka sér gott hlé


mbl.is „Undir henni komið að koma aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega hvet ég Hönnu Birnu til að virða að vettugi þessa hræsnara sem hafa hæst en hafa samt aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn

Grímur (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 21:53

2 identicon

 Sæll G. Tómas.

Tek heilshugar undir með Grími
og samflokksmönnum hennar sem öðrum
hollt að minnast þess að ekki er vitað til þess
að hún sjálf hafi nokkrum upplýsingum lekið en
sett traust sitt á menn sem stóðu ekki undir því
hvorki innan flokks né utan.

Þetta er réttarríkið Ísland 2015!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 00:16

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Grímur  Það er í eðli stjórnmálanna að þeir sem eru andstæðir hafa gjarna hærra en hinir.  Það er líka gjarna hrópað hærra yfir því sem ekki fer vel en hinu sem er vel gert.

Ég á síður von á því að það breytist alveg á næstunni.

@Húsari Ég get ekki sagt að ég hafi stúderað "lekamálið" frá A-Ö. En eins langt og mín vitneskja nær þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér þegar þu segir að hún hafi ekki lekið neinum upplýsingum sjálf.

En, það er oft sem eintaklingar þurfa að taka ábyrgð á gjörðum samverka og undirmanna sinna. Sérstaklega ef þeir eru handvaldir af viðkomandi og heyra í raun ekki undir neinn annan, eða starfa fyrir.

Lagalega sé ég ekkert sem kemur í veg fyrir það að Hanna Birna taki sæti á þingi. En pólítíkin snýst ekki eingöngu um lög.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2015 kl. 05:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek heilshugar undir það að Hanna Birna sitji áfram á þingi.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2015 kl. 11:52

5 identicon

Mál Hönnu Birnu er einstakt í stjórnmálasögunni. Aldrei fyrr hefur ráðherra orðið uppvís að margítrekuðum grófum lygum að þingi og þjóð. Að mínu mati er trúverðugleiki hennar sem stjórnmálamanns búinn að vera.

Nú er sagt að Hanna Birna muni skrifa bók um málið. Ég myndi eindregið ráða henni frá því. Hvernig eiga menn eftir allt sem á undan er gengið að geta trúað því að í bókinni sé greint rétt frá?

Enn er óljóst hvort Hanna Birna hefur átt þátt í lekanum sem vitorðsmaður ef ekki primus motor. Afskipti hennar af lögreglurannsókninni þar sem hún meðal annars reyndi að beina athygli lögreglunnar frá tölvu Gísla vekur upp slíkar grunsemdir.

Er líklegt að hún hefði gerst sek um lygar gagnvart þingi og þjóð og yfirgang gagnvart lögreglu ef hún hefði ekki átt neinn þátt í því máli sem var til rannsóknar?

Almennt er það einnig ólíklegt að nánasti aðstoðarmaður ráðherra fari algjörlega á bak við hann í sinni embættisfærslu. Vinátta Hönnu Birnu við Sigríði Björk vekur einnig upp grunsemdir. Það ætti a rannsaka sérstaklega hvort Hanna Birna hefur átt þátt í sjálfum lekanum. 

Brot Hönnu Birnu eru miklu alvarlegri en dæmd lögbrot Jóhönnu og Ögmundar. Þar var hvorki um ásetningsbrot né undirferli að ræða heldur flókin lögfræðileg álitaefni sem einfaldlega þurfti að skera úr um fyrir dómi.

Í máli Jóhönnu hafnaði hún eigin flokkssystur.Það hefði valdið miklum usla ef hún hefði ráðið hana þvert gegn áliti ráðgjafarfyrirtækisins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 17:05

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Hanna Birna hefur ekki verið ákærð fyrir eitt eða neitt. Það er mikill munur á því og að hafa verið dæmd fyrir eitthvað.

Hvort að trúverðugleikinn hafi skaðast er allt annar handleggur.

Hvað bókina varðar, held ég að það gæti verið góð hugmynd.

Auðvitað er alltaf deilt um hvort bækur stjórnmálamanna eru sannar eður ei. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, sérstaklega ef þeir eru "hreinskilnir".

Það vilja t.d. ekki margir í Samfylkingunni og VG kannast við lýsingar Össurs Skarphéðinssonar á hrossakaupum með ESB umsóknina og Rammaáætlun. Þó vilja margir meina að þar hafi Össur sagt sannleikann. En það verður seint felldur stóri dómur í því máli.

Það verður enginn sakfelldur með því að "eitthvað sé ólíklegt" eins og þú gerir hér, eða að vinátta "vekji grunsemdir". Sem betur fer er Íslenskt þjóðfélag ekki komið langt á slíkri vegferð, þó að margir telji að dómstólum hafi hrakað.

En ég er eigi að síður þeirrar skoðunar að best sé fyrir Hönnu Birnu að stíga til hliðar.

Hún getur síðan farið í prófkjör, og ef kjósendur í prófkjöri og kosningum veita henni brautargengi, er ekkert því til fyrirstöðu að starfa í pólítík.

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2015 kl. 06:34

7 identicon

Það eina sem Hanna Birna hefur látið hafa eftir sér eftir álit umboðsmanns alþingis, svo að ég hafi orðið var við, er að hún hafi ekki haft áhrif á lögreglurannsóknina og hafi ekki viðurkennt að hún hafi reynt það.

Þarna heldur hún áfram á sömu braut blekkinga þó að strangt til tekið geti þetta allt verið rétt. Þetta er nefnilega ekki í neinni mótsögn við álit umboðsmanns.

Í þessum ummælum Hönnu Birnu getur falist að hún hafi reynt að hafa áhrif á rannsóknina eins og álit umboðsmanns kveður upp um en hafi mistekist það.

Þó að það sé ljóst að henni hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að upp kæmist um leka Gísla Freys og tilraun hennar til að hindra framgang réttvísinnar, er ekki þar með sagt að hún hafi ekki haft áhrif á rannsóknina.

Það er alls ekki ólíklegt að framkoma hennar gagnvart lögreglu hafi haft þau áhrif að henni sjálfri var hlíft í rannsókninni. Það er allavega sérkennilegt að ekki hafi verið rannsakað hvort hún hafi átt þátt i lekanum. Samskipti hennar við Sigríði Björk á þessum tíma voru td ekki skoðuð.

Það er barnalegt að telja að eitthvað sem hefur ekki leitt til ákæru eða dóms geti ekki verið miklu alvarlegra en það sem hefur verið dæmt fyrir.

Davíð Oddsson fékk dóm á sínum tíma. Björn Bjarnason hefur einnig verið dæmdur. Telurðu að þau afglöp sem þeir voru dæmdir fyrir séu þess vegna miklu alvarlegri en yfirsjónir Hönnu Birnu?

Þegar ráðherrum verður alvarlega á segja þeir af sér þar sem stjórnsýslan er í lagi. Ef Hanna Birna hefði gert það strax, gæti hún verið orðinn aftur ráðherra núna.

Hanna Birna sýndi hins vegar einbeittan brotavilja í tilraun sinni til að hylma yfir meintan leka með lygum við þing og þjóð og yfirgangi við lögreglu sem stóð yfir langtímum saman.

Með slíku framferði hefur hún fyrirgert öllu trausti til langframa. Hún getur hangið út kjörtímabilið í óþökk yfirgnæfandi meirihluta kjósenda en myndi gera sjálfri sér mikinn greiða með því að hætta strax.

Með því að hætta myndu líkurnar minnka á að hugsanlegur þáttur hennar í lekanum verði rannsakaður. Ef hún situr áfram verður frekar þrýst á það.

Að sjálfsögðu verður enginn sakfelldur fyrir að eitthvað sé ólíklegt eða grunsamlegt enda hef ég ekki haldið því fram.

Slíkt getur hins vegar gefið tilefni til rannsóknar sem getur hugsanlega leitt til sannana, ákæru og sakfellingar. 

Með útgáfu bókar mun Hanna Birna bara sökkva dýpra í svaðið. Hún væri örugglega búin að koma þeim á framfæri ef hún hefði einhverjar málsbætur.

Fólk er búið að fá upp í kok af yfirlýsingum hennar um ljótan pólitískan leik. Að halda áfram á þeirri braut væri því afleikur.

Tilraunir til að koma höggi á pólitíska andstæðinga verður auðvelt að leiða hjá sér eftir öll ósannindin.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 08:23

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Enn og aftur, dómar eru ekki felldir á "það er alls ekki ólíklegt".

Hvenær er einstaklingur að hylma yfir og hvenær hefur hann einfaldlega trúað öðrum?

Það er ekki hægt að sakfella á spekúlasjónum.

Það þýðir ekki að spekúlasjónir séu bannaðar.

En þar leiði ekki til sektar.

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2015 kl. 09:05

9 identicon

G. Tómas, áttu í erfiðleikum með lesskilninginn?

Hver hefur sagt að dóma sé hægt að fella á spekúlasjónum? Það eru hins vegar alltaf líkindi og grunsemdir sem gefa tilefni til rannsókna. Rannsóknir geta svo hugsanlega leitt til sannana sem dómar byggja á.

Þú talar eins og rannsóknir séu tilgangslausar og að það þurfi að sanna mál áður en rannsókn fer fram.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 09:50

10 identicon

Sæll G. Tómas.

Hvenær kemst sá í sátt við samfélagið
sem aldrei hefur hlotið dóm eða komið fyrir dómara
en dómstóll götunnar hefur afhrópað (Pereat>1850>
Sveinbjörn Egilsson, rektor Lærðaskólans í Reykjavík)
en fyrst og fremst 4. valdið, fjölmiðlar?

Hvenær hefur saklaus maður hlotið nógu þunga refsingu?

Sveinbjörn Egilsson lést 1852, tveimur árum eftir Peratið
og skv. Dægradvöl e. Benedikt Gröndal, son hans, þá yfirgáfu
allir foreldra hans; vinir og embættismenn og spellvirki
unnin á húseign aftur og aftur á þessum tíma.

Er það nóg?

Húsari. (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 11:17

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Það hefur þegar farið fram frekar ítarleg rannsókn á þessu máli, í það minnsta ef ég hef skilið rétt. Ef ekki er talin af yfirvöldum ástæða til ákæru eftir hana, get ég ekki séð að líklegt yrði talið að um sakfellingu yrði að ræða.

Nema þú sérst að halda fram að þeir sem stjórnuðu þeirri rannsókn sem fór fram, séu ekki starfi sínu vaxnir?

@Húsari  Þó að Hanna Birna hafi ekki verið sakfelld fyrir eitt né neitt, þýðir það ekki að hún hafi haldið á málinu þannig að hún hafi haft fullan sóma af.

Þess vegna held ég að best sé fyrir hana að segja af sér, mæta svo aftur í prófkjör og ef fólkið í Sjálfsætðisflokknum treystir henni í framboð leitar hún eftir umboðið frá kjósendum.

Það er ekki flóknara í mínum huga.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2015 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband