En getur t.d. Spotify talist sala á tónlist?

Tónlistar menn eru margir með böggum hildar vegna þess að þeim finnst þeim bera lítið úr býtum vegna "sölu" framleiðslu sinnar á netinu.

En hvað selja þeir þar?

Getur t.d. Spotify, talist sala á tónlist?

Spotify er í raun, í það minnst að mínu mati, leiga á tónlist eða útvarpsstöð "on demand", það er að segja hlustandinn ræður dagskránni.  Gjaldið sem greitt er líkara stefgjaldinu en beinni greiðslu fyrir eign.

Hvað á sá sem hættir í áskrift hjá Spotify?  Er það ekki svipað og sá sem hefur hlustað á útvarpið?

Persónulega hef ég ekki fundið hvöt hjá mér til að vera áskrifandi að tónlistarveitum.  Líklega er ég orðinn það gamall, að ég er ekki eins "leitandi" að tónlist og áður var.

En ég á all nokkuð af "diskum" og reyndar vínilplötum.  Suma "diska" hef ég spilað reglulega í kringum 20 til 25 ár. 

Þó að ég hafi greitt fyrir þá nokkuð fé, er það lágt afgjald fyrir hverja hlustun.  Líklega mun lægra en ég hefði greitt fyrir sambærilega á "veitu".

Aðrir hafa ekki hreyfst í svipað tímabil. Líklega má halda því fram að verðið sem ég hafi greitt fyrir hverja hlustun á þeim sé full hátt. 

Að ýmsu leiti má líklega segja að margir tónlistarmenn hafi orðið "ríkir" af diskum og plötum "sem ekki var hlustað á", svona rétt eins stundum er sagt að sinnepsframleiðendur verði "ríkir" af sinnepinu sem verður eftir á disknum.

Líklegast er mesta tekjufallið hjá þeim sem eiga stór "hit" í skamman tíma og færri diskar seljast út á eitt eða tvö lög.

En eins og þegar tækninýjungar koma til sögunnar tekur "uppstokkunin" nokkurn tíma og sumir ná að nýta sér hana betur en aðrir.

En líklega er eitt af vandamálunum fyrir tónlistarfólk að framfarirnar eru svo örar nú, að um sífellda uppstokkun er að ræða, sem ekki sér fyrir endan á.

Það sem gildir í dag, er aftur til fortíðar.  Tekjur af tónleikum er mikilvægari en hefur verið um langan aldur.

 


mbl.is Tekjurnar eftir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband