Lúxus(borgar) kaffi í Hollandi. Juncker og Timmerman leiða leitina að skattaundanskotunum

Það er margt hægt að segja um skattaskjól. Bæði jákvætt og neikvætt. Það fer líklega ekki hvað síst eftir því hvorum megin viðkomandi (land eða einstaklinglur)er.  Og svo líka skilgreiningunni á skattaskjóli.

Hvenær eru skattar eingöngu lágir, og hvenær gera þeir land að skattaskjóli.

Fæstir vilja að samkeppni ríkja á skattasviðinu verði úr sögunni, en æ fleiri eru þeirrar skoðunar að breytinga sé þörf, þannig að meiri skattar séu greiddir, þar sem veltan á sér stað.

En það eru ekki hvað síst þrjú ríki Evrópusambandsins sem hafa verið í sviðsljósinu.  Lúxemborg, Holland og Írland.

Enn sem komið er, hefur ekkert komið fram um að ólöglegt athæfi hafi átt sér stað, þó að margir telji líklegt að reglugerðir um "ríkisaðstoð" hafi verið brotnar.  En um hvað siðferðið er lágt, eru minni deilur.

Ekki hvað síst þykir siðferðið á lágu plani, þegar ríki "Sambandsins", hafa keppst um að hafa skatttekjur af öðrum "Sambandslöndum", því í þeim "skógi" eiga allir að vera vinir.

Og hverjir skyldu nú vera betri til þess að leiða leitina að skattsvikunum, heldur en forseti Framkvæmdastjórnar "Sambandsins", Jean-Claude Junker, fyrrverandi forsætis og fjármálaráðherra Luxemborgar.  Og ekki er að efa að varaforseti hans getur sömuleiðis lagt rannsókninni lið, en það er Frans Timmerman, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands.

Ótti "Brusselmanna" um að eitthvað athugavert finnist, fer enda óðum dvínandi.

Juncker tók persónulega þátt í því að fá fyrirtæki líkt og AOL og Amazon til að koma til Luxemborgar og sagði þá (2003) að það snerist um "rétta skattastefnu".

Þó kröfur hafi verið gerðar um að Juncker víki eru littlar sem engar líkur taldar á því að Evrópusambandsþingið telji ástæðu til þess.  Þar virðast þingmenn vera sáttir við að Juncker sé bæði rannsakandi og sá sem rannsakaður er.

 

 

 


mbl.is Holland sagt skattaskjól Starbucks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband