Þýska leyniþjónustan telur engan vafa á sekt "aðskilnaðarsinna

Nýlega birtist í Der Spiegel stutt grein, þar var fjallað um þann sorglega atburð þegar Maylasísk farþegaþota var skotin niður yfir Ukraínu, með hroðalegum afleiðingum og lífláti 298 einstaklinga.

Í greininni er vitnað til rannsóknar Þýsku leyniþjónustunnar (Bundesnachrichtendienst (BND)).  Þar kemur fram að leyniþjónustan telji engan vafa á því að Rússneskir "aðskilnaðarsinnar" hafi skotið flugvélina niður.

Það kemur fram í greininni að leyniþjónustan hafi lagt ítarleg gögn fyrir þingnefnd þá sem fylgist með starfi stofnunarinnar, m.a. frá gervihnöttum og mikið af ljósmyndum.

Auðvitað kemur þetta ekki til með að breyta afstöðu þeirra mörgu sem kjósa að trúa einhverju öðru.  Það má enda alltaf finna nóg af "gögnum" á netinu til að styðja því sem næst hvað sem er.

Rússar standa flestum öðrum framar í því að framleiða slík gögn, enda búa þeir að langri hefð.

En ef til vill breytir þetta einhverju í afstöðu ríkisstjórna, í hinum svokallaða vestræna heimi.

 


 

 


mbl.is Hollendingar vilja gögn frá Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband