Óraunhæfar hugmyndir

Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að þingmenn vilji að óraunhæfar hugmyndir hljóti frekari skoðun.  Fyrir marga stjórnmálamenn eru það þeirra ær og kýr, að vera sífellt að koma á fót nefndum, rannsóknarhópum, alls konar teymum og þar fram eftir götunum.

Norðurlöndin eru að ýmsu leyti merkilegur hópur og samstarfið býsna víðtækt.  Sjálfsagt má efla það á ýmsan máta löndunum öllum til gagns.

En Norðurlöndin eru mjög misjafnlega á vegi stödd.

3. þeirra eru í Evrópusambandinu.  1. þeirra notar euro sem lögeyri. 3. þeirra eru í NATO.  1. þeirra hefur viðurkennt Palestínu, annað er á leiðinni til þess.

Þarna er eingöngu týnd til stóru atriðin sem koma strax upp í hugann og hafa verið í fréttum, en sýnir þó með nokkuð afgerandi hætti að löndin eru langt frá því að vera samstíga.

Af "stóru" löndunum 4. er það svo fámennasta landið, Noregur, sem almennt er talinn standa best.

Það verður því að teljast afar ólíklegt, og í raun myndi ég telja það óraunhæft að Norðurlöndin myndu sameinast undir einni yfirstjórn, þó að hvert og eitt þeirra myndi halda eftir einhverri stjórn á innanlandsmálum.

Ég held að tíma og fjármunum sé betur varið til annars en að halda lífi í þeirri hugmynd með nefnd.

Svo er það einnig spurningin um Færeyjar og Grænland, sem hafa valið aðrar leiðir en Danmörk.

 


mbl.is Vilja skoða norrænt sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband