Gamalkunnar aðferðir. Fyrst skaparðu vandann, svo býðstu til að leysa hann.

Að mörgu leyti hefur framganga Rússa í Ukraínu verið með gamalkunnum hætti.  Vissulega verða til "afbrigði" í hvert sinn, en megin þemað er gamal kunnugt.

Fyrst skaparðu vandamál, svo býðstu til að leysa það.  Allt með "mannúðina" og "alþýðuna" í fyrirrúmi, þeirra hagsmuni og velferð.  Fyrir "alþýðuna", jafnvel í öðrum ríkjum, eru leiðtogar reiðubúnir til að beita hermætti sínum.

Ukraína hefur um árhundruð verið á "áhrifasvæði" Rússa.  Rússar hafa með yfirgangi, morðum, skipulögðu svelti og "Síberíuflutningum" kúgað Ukraínubúa svo öldum skiptir.  Þegar þynnst hefur í sveitum Ukraínu vegna þessa, hafa þeir flutt inn sitt eigið fólk, og þannig "Rússavætt" mörg héruð Ukraínu.

Í skjóli þessa, telja þeir sig nú geta talað í "nafni alþýðunnar".  Þeirrar alþýðu sem þeir fluttu inn í stað þeirrar alþýðu sem þeir drápu og murkuðu lífið hægt úr í Síberíu.

Þannig virkaði Sovétið og þannig telja Pútin og hans fylgismenn að Rússland geti virkað í dag.

Það sem er svo verst, er að líklega virkar þessi fyrirætlan.

Hvorki Evrópusambandið, Bandaríkin eða nokkur annar aðili kemur til með að standa í vegi fyrir því, þó að þeir kjósi að skapa einhvern hávaða.

Er einhver að tala um Krím í dag?  Hve margir munu tala um Austur-Ukraínu að ári liðnu?

Hvað margir töluðu um Eystrasaltslöndin frá 1945 til 1987?

 

 

 


mbl.is Rússar vilja í mannúðarleiðangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er eins og maðurinn hafi alls ekki fyldst með málinu og botni því ekkert í því.

Snorri Hansson, 11.8.2014 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband