Af hverju eru þeir ekki reiðir við okkur líka?

Mér þykir nokkuð merkilegt að fylgjast með viðbrögðum við þeirri frétt að Ísland sé ekki á lista yfir þær þjóðir sem Rússar hafa bannað innflutning á matvælum frá.

Það er engu líkara en einhverjir séu sármóðgaðir yfir því að Rússar séu ekki reiðir Íslendingum.  Að Íslendingar séu ekki þess virði að setja bann á?  Eða þá að einhverjar annarlegar skýringar séu á þessum ósköpum.

Einhverjir vilja ganga svo langt að krefja Rússa svara á þessum fyrnum, að ekki skuli bannað að flytja þangað matvæli frá Íslandi.

Aðrir vilja helst banna útflutning á matvælum frá Íslandi til Rússlands til að skorast ekki leik.

Rétt er að hafa í huga að hvorki Bandaríkin, Evrópusambandið, eða nokkur annar, að mér er kunnugt, hefur bannað að flytja út matvæli til Rússlands.  

Hvers vegna Ísland ætti að ríða á vaðið í þeim efnum er mér hulin ráðgáta.

Rússland hefur hins vegar bannað innflutning á matvælum frá all nokkrum fjölda ríkja.  Á því tvennu er meginmunur.

Að mörgu leyti er hægt að spyrja, hví hefðu Rússar átt að banna innflutning á Íslenskum matvælum? Hafa Íslendingar beitt Rússa einhverjum efnahagsþvingunum?  Hefur einhverjum Rússum verið bannað að ferðast til Íslands?  Hafa eignir einhverra Rússneskra aðila verið frystar í Íslandi?

Ef til vill er frekar ástæða til þess að spyrja hvers vegna Noreg er að finna á listanum, en ég viðurkenni fúslega að ég þekki ekki hvort þeir hafa gripið til beinna aðgerða gegn Rússum vegna Ukraínu.

En ég sé enga ástæðu til að slíta öll viðskiptatengsl við Rússland, Íslendingar hafa átt í viðskiptum við verri ríki en það, og nægir líkelega að nefna forvera þess í því sambandi.

En Íslendingar eiga heldur ekki að gefa neitt eftir í afstöðu sinni til framferðis Rússa í Ukraínu og standa með þarlendum stjórnvöldum.

Það er engin ástæða til þess að hneyklast á þeim Íslensku fyrirtækjm sem munu án efa reyna að notfæra sér þá "glufu" sem myndast á Rússlands markaði.  Þannig gerast hlutirnir í viðskiptum.  Þau munu án efa finna fyrir vandræðum annars staðar, enda hverfa matvælin sem ella hefðu verið seld til Rússlands ekki, heldur verða seld á öðrum mörkuðum, líklega með einhverjum afslætti sem veldur verðlækkunum.

Það er mest um vert að halda ró sinni, sinna þeim viðskiptatækifærum sem bjóðast, en ekki gefa neinn afslátt í utanríkisstefnunni.

Það að Rússar hafi ekki bannað innflutning á Íslenskum matvælum, er ekkert til að hafa áhyggur út af, né gera að pólítísku ágreiningsefni.

LEIÐRÉTTING:  Mér var bent á að samkvæmt þessari frétt, hefur Ísland tekið þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum í samstarfi við "Sambandið".  Það er því rangt sem ég skrifa hér að ofan að Ísland hafi ekki beitt refsiaðgerðum gegn Rússum.  Einhvernveginn hefur þetta farið fram hjá mér, eða ef til vill hefur þetta farið einkar hljótt.  Það breytir þó ekki megin inntaki pistilsins og engin ástæða til þess að hafa áhyggjur þó að Rússar banni ekki innflutning á Íslenskum matvælum.  Því læt ég hann standa hér óbreyttann.

 

 


mbl.is „Rússarnir eru í slökkvistarfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skýringin er einföld.

Ísland hefur ekki sett Rússland í viðskiptabann.

Þ.a.l. hefur Rússland ekki sett Ísland í viðskiptabann.

M.ö.o. hefur ekki orðið breyting á samskiptum ríkjanna.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2014 kl. 15:16

2 identicon

Hallgrimur Heidar Hannesson likes this

Hallgrimur Heidar Hannesson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 16:43

3 identicon

Þeir sem hafa 1 255 þ í tekjur á mánuði til að spila úr líkt og KJ

hafa efni á að vera hneykslaðir á við skulum versla við Rússa

því þeirra afkoma er tryggð 

með okkar sköttum 

Grímur (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband