Ekki er allt sem sýnist, eða hvað?

Það er aldrei gott þegar þjóðir flytja meira inn en þær flytja út.  Til lengri tíma litið er það ávísun á vandræði og því hafa Íslendingar oft kynnst í gegnum árin.

En þó má líklega álykta að ekki sé allt sem sýnist að þessu sinni.

Þó að innflutningur og einkaneysla vaxi hratt, er líklegt að mikinn hluta aukningarinnar í bæðum tilfellum megi rekja til ferðaþjónustu.

Gjaldeyristekjur af þjónustu, ekki síst ferðaþjónustu hafa vaxið gríðarlega, og er jákvæður.

En til að þjónusta alla ferðamennina þurfa Íslendingar að flytja inn gríðarlegt magn af varningi.

Það eru minjagripir (sem merkilegt nokk, koma margir langt að), matvæli, hreinlætisvörur, áfengi, hráefni til bjórgerðar, og svo mætti lengi telja.

Ennfremur hefur svo innflutningur til fjárfestingar í ferðaþjónustu verið mikill undanfarna mánuði, og þarf ekki að nefna nema t.d. þær þúsundir bifreiða sem bílaleigur kaupa, og svo mikla uppbyggingu hótela.

Sem betur fer er því ekki allt sem sýnist hér, en vissulega væri æskilegra að útflutningur héldi í við innflutninginn, en þjónustujöfnuðurinn bætir það upp.

 


mbl.is Vöruskipti í júlí óhagstæð um 1,2 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband