Stór og mikil tíðindi?

Þetta eru mikil tíðindi ef satt reynist.  Ef Þýskaland neitar að samþykkja fríverslunarsamning "Sambandsins" og Kanada, breytist staðan verulega.

Eins og fram kemur í fréttinni er talið að ef fríverslunarsamningurinn við Kanada verði ekki samþykktur kunni það að hafa veruleg áhrif á samingaviðræður Bandaríkjanna og "Sambandsins" um fríverslun.

Margir hafa viljað líta á samninginn við Kanada sem nokkurs konar "undanfara" samningsins við Bandaríkin. 

Þeir eru líka býsna margir (t.d. á Íslandi) sem hafa talað á þann veg að það væri nánast formsatriði að ganga frá þeim samningi og margir spáð að  hann yrði undirritaður 2015.

Persónulega hef ég miklar efasemdir um að til verði fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og "Sambandsins" og ef af verður er ég nokkuð viss um að hann verður ekki orðinn virkur árið 2015.

En ef Þýskaland mun neita samningnum við Kanada, verður það vissulega verulegt áfall fyrir "Sambandið", en sýnir ef til vill hve erfitt það er að gera fríverslunarsamninga fyrir 28 ríki í einu.  

En það er líka ljóst að það kæmist ekki hvaða "Sambandsríki" sem er upp með slíkt.

P.S.  Rétt er að hafa í huga að Ísland hefur nú þegar gert fríverslunarsamning við Kanada í gegnum EFTA.


mbl.is Hafna fríverslun við Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband