Hótelíbúðir góð lausn

Það er ljóst að ferðamannastraumurinn til Íslands hefur aldrei verið stríðari.  Metfjöldi túrista leggur leið sína til Íslands, þannig að mörgum þykir nóg um.

Ein af grundvallarþörfum ferðamanna er gististaðir.

Þó að vissulega sé hætta á offjárfestingu og offramboði er lítið hægt við því að gera.  Það er eðli slíkra markaða að þennslu/skorti fylgi offramboð uns oftast jafnvægi næst.

Það er tálsýn að hægt sé að stjórna eða skipuleggja slíkt með nákvæmum hætti og alltof algengur misskilningur að hið opinbera sé rétti aðilinn til þess að taka að sér skipulagninguna.

En hótelíbúðir eru góð lausn þó að fjölgun þeirra leiði líklega til ákveðinna vandræða til skemmri tíma litið.  

En það er líklega mun auðveldara að breyta þeim aftur í hefðbundar vistarverur, ef svo má að orði komast, en sérbyggðum hótelum.

Þess vegna eru hótelíbúðir lausn sem nauðsynleg er á markaðnum.

 

 


mbl.is Sprenging í útleigu íbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband