Nauðsynlegt að setja punkt fyrir aftan og afturkalla umsóknina.

Árni Páll hefur rétt fyrir sér að vissulega eru þetta vonbrigði fyrir "Sambandssinna".  En þar með er það líklega nokkuð upptalið sem hann og Samfylkingin hafa haft rétt fyrir sér hvað varðar "Sambandsumsóknina".

Það væri reyndar full þörf á því að einhver fjömiðillinn rifjaði upp hvernig talað var um að umsóknarferlið yrði, áður en umsóknin var send.

"Töfralausnin" hans Árna Páls, hraðferðin, sú nauðsyn að sækja um á meðan Svíar væru í forystu, atkvæðagreiðslan um samning sem átti að vera árið 2011, í síðast lagi 2012. 

Ekkert af þessu stóðst. 

"Sambandssinnar" og Samfylkingarfólk talaði eins og upptaka euro væri handan við hornið og væri nánast formsatriði.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG varð að setja viðræðurnar á ís. Ekki reyndist unnt að opna kaflann um sjávarútvegsmál, lang mikilvægasta atriði samninga af Íslands hálfu.

Nú er ljóst að samningaviðræður sem áttu að taka innan við tvö ár, yrðu í það minnsta kosti að taka nálægt 10.

Raunhæfara væri líklega að tala um að Ísland gæti orðið "Sambandsríki" árið 2022.

En það er engin ástæða til að láta stöðu Íslands sem umsóknarríkis standa.

Eina rökrétta aðgerðin í stöðunni er að draga umsóknina til baka.

Staða Íslands sem umsóknarríkis getur staðið í vegi fyrir viðræðum um fríverslunarsamninga og öðrum alþjóðlegum samskiptum.

Síðar ef aðstæður og afstaða þjóðarinnar er með þeim hætti að vilji er til að sækja um aðild að "Sambandinu", má sækja um aftur, undirbyggja og búa þá umsókn vel úr garði, og byrja á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um.

En það er einmitt sá farvegur sem "Já fólkið" og "Sambandssinnarnir" óttast.  Þau vilja að umsóknin sé í "salti" og hefja megi viðræður þega svo ber undir, án þess að þurfi að koma umsókn í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu eða Alþingi.

Það er ekki víst að takist að snúa nógu margar hendur á loft, eins og síðast.

 

 


mbl.is Vonbrigði fyrir hluta þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALgjörlega sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2014 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband