Ef varan er ekki áhugaverð, koma færri í búðina

Rétt eins og verslun sem býður upp á þreyttar og lítt áhugaverðar vörur má búast við fallandi sölu, mega stjórnmálamenn sem ekki ná til almennings búast við minnkandi kosningaþátttöku.

Það er hins vegar rétt að sú þróun, að færri og færri kjósendur telji það þess virði að mæta á kjörstað, er áhyggjuefni og sýnir að stjórnmál og stjórnmálamenn eru ekki að ná til fólksins.

Ég held að það hafi sýnt sig með nokkuð afgerandi þætti í síðustu sveitarstjórnarkosningum.  Þær vöktu litla athygli og vöktu takmarkaðan áhuga, sem eðlilega skilaði sér í lélegri þátttöku.

Það upphlaup sem varð um "smámál" eins og úthlutun lóðar undir mosku sýnir ef til vill betur en margt annað hvernig staðan er.

Ef marka má fréttir og umfjöllun, er það brýnasta hagsmunamál Reykvíkinga um þessar mundir.

En ef til vill skýrir orðræðan og fjölmiðlaumfjöllun hluta af vandamálinu.

Yfirleitt fjalla fjölmiðlar nú til dags um "popúlíska" flokka og "popúlíska" stjórnmálamenn af mikilli vandlætingu og margir fréttamenn geta ekki falið fyrirlitningu sína á slíkum "fyrirbrigðum".

En hvað er "popúlismi"?

Ef ég man rétt er "popúlismi" talinn eiga uppruna sinn í Rómaborg.  Hann er oft skilgreindur sem stefna sem sinni áhugamálum og hagsmunum (þar á meðal reyndar hræðslu) almennings og taki þá fram yfir hagsmuni yfirstéttar (elítu).

Þannig hafa populískir stjórnmálamenn þekkst bæði til vinstri og hægri og vissulega hafa þeir oft verið sakaðir um að "spila með" almenning og á hræðslu hans.

En stjórnmál snúast ekki eingöngu um "þá sem vita betur", þó að vissulega megi oft draga þá ályktun þegar fylgst er með fjölmiðlum.

En það er einmitt ein af meginástæðum þess að kosningaþátttaka fer minnkandi, ekki bara á Íslandi, heldur víðast um heim.  Stjórnmálastéttin er orðin "elíta", almenningi finnst engin tala máli sínu og sinna sínum hugðarefnum og sér því takmarkaðan tilgang með því að taka þátt í kosningum.

 


mbl.is Rannsaka minnkandi kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahlam Tamimi, þjóðhetja í augum Hamasliða og stuðningsmanna þeirra í Palestínu, "státar" af að hafa myrt fjölda barna í árásum á veitingahús og skóla, en hún gleðst mikið yfir þessu og er þekkt sem brosmildi morðinginn og er sérlega ánægð þegar henni tekst að myrða börn. Ein krafa Hamas samtakanna er að allir fangar henni líkir verði tafarlaust látnir lausnir annars verði aldrei friður. Það tókst að fá hana laus með að hóta að myrða saklausa Ísraela í hennar stað og hún hefur nú sinn eigin sjónvarpsþátt á þessu málgangi Hamasmanna og hvetur þar upprennandi hryðjuverkamenn til ódáða.

Ungfrú Tamimi montar sig af hryðjuverkunum: http://www.youtube.com/watch?v=Iq28f0VztYw

Um hinn nýja sjónvarpsþátt Ahlam Tamimi á sjónvarpsstöð Hamas samtakanna. http://www.jewishpress.com/tag/ahlam-tamimi/

Ofsafenginn gleðihlátur Ahlam Tamimi fyrst þegar hún frétti henni hefði tekist að myrða fleiri börn en ætlunin var: http://www.youtube.com/watch?v=xLXAwETtu0Q

Palestínska sjónvarpið heiðrar sjálfsmorðsárásarmann sem réðst á fjölskyldufólk á Sbarro og myrti börn og foreldra (sama Sbarro og var í Kringlunni?): http://www.youtube.com/watch?v=0_IxSlbDTBI Sá maður var samverkamaður Ahlam Tamimi við ódæðisverk.

Í lok þessa viðtals við Ahlam Tamimi er viðtal við foreldra þessa samverkamanns hennar sem lýsa stollti og gleði yfir syni sínum og ánægju með hans verk og "píslarvotts" dauða hans og hve mörg börn hann hafi myrt: http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

Hamas heimtar nú að fá fjölda slíka lausa í viðbót við þessa nýju Ophruh Winfrey Palestínumanna ef svo má segja (í kaldhæðni), og þið skiljið kannski frekar núna hvers vegna Ísraelar geta ekki auðveldlega fallist á slíkt vopnahlé.

Frú Tamimi er bara ein af mörgum, mörgum.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 00:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef ákveðið að leyfa þessari athugasemd að standa, þó að hún tengist efni pistilsins að engu leyti.

Mig langar þó að biðja þá sem hér setja inn athugasemdir/innlegg að hafa í huga efni pistilsins, en umfram allt þó almenna kurteisi.

Vegna þess að athugasemdin er innan þeirra marka, leyfi ég henni að standa þó að vissulega megi flokka hana sem "spam".

G. Tómas Gunnarsson, 26.7.2014 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband