Það eru engir eins og Frakkar

Það eru engir eins og Frakkar.  Ýmsir myndu líklega bæta við hér, sem betur fer, en aðrir óska sér þess að þeir væru fleiri sem tækju sér þá til fyrirmyndar.

En það er stórt skref að heimila að banna léttvín á Frönskum vinnustöðum.

Það er rétt að undirstrika það, að það er einungis verið að heimila að banna léttvín á Frönskum vinnustöðum, ekki að banna léttvín á Frönskum vinnustöðum.

Á því tvennu er mikill munur.

Og segir okkur líka hve mikill "menningarmunur" er á milli þjóða.

En "tveggja tíma hádegisverði" er varla í útrýmingarhættu í Frakklandi.

Samanburðurinn á milli Frakklands og Bandaríkjanna í hektólítrum er svo ekki mikið til að taka mark á.   Líklega taka Kínverjar fram úr Bandaríkjamönnum fyrr en varir.

Neysla á eintakling er svo allt annað mál.

Það er enda aukin neysla í Asíu, sem hefur haldið uppi frekar háu verði á víni undanfariin ár.  Ásamt auðvitað áráttu Evrópusambandsins að breyta gæða víni í edik og eldsneyti.  En það er önnur saga.

 

 


mbl.is Mega banna vín á vinnustöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband