Svo á Íslandi sem á Kýpur

Það eru líklega flestir sammála um að höft á fjármagnsflutninga til og frá Íslandi eru ekki af hinu góða, og að nauðsynlegt sé að vinna rösklega að því að afnema þau.

En það er engin ástæða til að hafa stórar áhyggjur af því að höftin eyðileggi grunn EES/EEA samningsins.  Eins og kemur fram í fréttinni eru höftin innan heimilda samningsins.

Það má einnig minna á að "Sambandið" sjálft hefur ekki getað tryggt frjálsa fjármagnsflutninga innan aðildarríkja sinna, eða EES/EEA svæðisins.

Kýpur þurfti að setja á ströng höft, sem einnig náðu til nota á gjaldmiðlinum, euroinu, innanlands. Það er ekki gjaldmiðillinn sem ræður þar um, heldur hagkerfið.

Og enn eru höft á fjármagnsflutninga til og frá Kýpur. 

Það má því líklega segja að þau séu víða höftin, bæði innan "Sambandsins" og utan. 


mbl.is Höftin ekki brot á EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjáum nú til... er ekki fullt af fólki búið að reyna að halda því fram að leiðin inn í ESB sé leiðin út úr gjaldeyrishöftum? Jafnvel eina leiðin út úr þeim?

Hér stígur utanríkisráðherra ESB fram og kveður þá kenningu niður.

Það hlýtur að vera reiðarslag fyrir "bjarta framtíð" nafna míns Steingrímssonar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2014 kl. 14:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Á meðan við höfum fjárglæframenn þá verða höftin að vera en þeir munu byrja aftur á sömu yðju og þeir stunduðu fyrir hrun.Við eigum að afnema undanþágurnar hjá fyrirtækjum sem eru með hótanir að færa starfsemi sína erlendis. Þeir eru að stock pila gjaldeyri eins mikið og þeir komast upp með.

Valdimar Samúelsson, 24.4.2014 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband