Bjargar Guðni borgarstjórnarkosningunum?

Nú er mikið rætt um hvort Guðni Ágústsson muni taka efsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.  Hann mun víst gefa ákveðið  svar á Sumardaginn fyrsta, en flestir telja nokkuð öruggt að hann hyggist taka slaginn.

Eins og eðlilegt er, eru skiptar skoðanir um hvort að Guðni muni draga fylgi að Framsóknarflokknum og ef svo væri, hvaðan það væri dregið.

En ég held að Guðni gæti allt að því "bjargað" borgarstjórnarkosningunum.

Ekki það að þær séu í neinni hættu að fara ekki fram, heldur frá því að vera afspyrnu bragðdaufar og leiðinlegar, en því miður er margt sem hefur bent til þess að slík gæti orðið raunin.

Og vissulega er það svo að kosningar eiga auðvitað ekki að vera neitt gamanmál, þar er tekist á um alvarleg málefni, málefni sem skipta íbúa viðkomandi sveitarfélags miklu máli og varða því miður æ fleiri svið tilveru þeirra.

En það þýðir þó ekki að kjósendur séu fráhverfir léttleika eða húmör í kosningum.  Þvert á móti held ég að það sé flestum frambjóðendum til framdráttar að geta litið á tilveruna hæfilega léttum augum og haft augun opin fyrir því sem má hafa gaman af í kosningabaráttunni.

Þar held ég að Guðni gæti komið sterkur inn.

Kosningabaráttan er mikið meira en tölur, excel skjöl, staðreyndir og stefnumál.  Persónuleg "tengsl" við kjósendur er eitthvað sem enginn frambjóðandi má við því að vanmeta.

Ef Jón Gnarr  ætti að hafa sýnt stjórnmálamönnum fram á eitthvað, ætti það ekki hvað síst að vera það að vera einlægur og reyna að tengjast kjósendum.

Þess vegna held ég að Guðni Ágústsson eigi góða möguleika í næstu borgarstjórnarkosningum, og gæti hrist vel upp í þeim, ef ekki "bjargað" þeim frá því að verða þær þurrustu og "mónótónísku" í langan tíma.

Þess vegna held ég að hann eigi möguleika á því að "stela" fylgi frá öllum flokkum. 


mbl.is Ekki forsendur til að styðja Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er enn að bíða eftir frambjóðanda sem þorir að hafa á sinni stefnuskrá

að fjarlægja hraðahindranir og jafnvel að fjölga ódýrum bílastæðum í Reykjavík.

Ef það verður Guðni þá fær hann mitt atkvæði 

Grímur (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 18:29

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Lítur út fyrir að Guðni hafi guggnað á lokasprettinum. Því miður, þetta hefði getað orðið skemmtilegt. En samt hætta á að þetta hefði orðið vandræðalegt fyrir hann og flokkinn. Framsókn á engan hljómgrunn hérna lengur, það er bara orðin þannig breyting á ríkjandi tíðaranda í borginni.

Og nógur er nú vandi flokksins á þingi með þennan formann, SDG, sem virðist eiga við að stríða einhverja persónuleikaröskun. Eða er allavega svo ósympatískur sem mest má vera og virðist kunna þá rökræðukúnst eina að kenna öðrum um. Frekar ónotalegt hvernig hann kemur fyrir, blessaður. 

En gleðilegt sumar.

Kristján G. Arngrímsson, 24.4.2014 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband