Fyrir 65 árum síðan

Fyrir 65 árum síðan voru tugir þúsunda íbúa Eystrasaltslandanna fluttir á brott í gripavögnum.  Í Eistlandi einu saman voru ríflega 10.000 einstaklingar fluttir nauðugir á brott 25. mars 1949.  

Sá yngsti var eins dags gömul stúlka, sá elsti 95 ára gömul kona.

Þetta var hluti af Sovéskri herferð sem var kölluð "Priboi", eða "Brim" upp á Íslensku. 

Á næstu dögum fór fjöldinn yfir 20.000  sem voru fluttir á brott.  Þó náðu yfir 8000, af þeim sem voru á "listanum" að flýja. 7500 fjölskyldur voru fluttar á brott í mars mánuði fyrir 65 árum síðan.  U.þ.b. helmingur af fjöldanum var konur, ríflega 6000 börn undir 16 ára aldri og 4300 karlmenn.

Samanlagður fjöldinn var ríflega 2.5% af Eistnesku þjóðinni. Rétt tæplega 100.000 einstaklingar voru fluttir á brott í Eystrasaltslöndunum þremur.

Þau voru dæmd, án réttarhalda, til Síberíuvistar. Hersetin af Sovétríkjunum áttu þau sér enga vörn. 

Síberíuflutningar stóðu yfir frá 1941 til 1956. 

Í dag kveikja Eistlendingar á kertum á Frelsistorginu (Vabaduse Väljak) í Tallinn (og víðar um landið) til að minnast þeirra sem voru fluttir á brott. 

Nú sem endranær í skugga Rússneska "bjarnarins", en hætt er við að sá skuggi sé stærri en undanfarin ár í kertaljósinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband