Af hverju kláruðu Steingrímur, Össur og Árni Páll ekki málið, á meðan það var á þeirra forrræði?

Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að fylgjast með Íslenskri þjóðmálaumræðu undanfarna mánuði, en hef þó reynt að fylgjast með.

Það sem stendur upp úr að mínu mati, er að lítill en hávær hópur virðist ekki ná upp í nef sér, vegna þeirra staðreyndar að núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að fylgja sömu stefnu og ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Sú staðreynd að Íslenskir kjósendur veittu þessum tveimur flokkum því líka ráðningu í kosningum, svo að um Evrópu og Íslandsmet í fylgistapi var að ræða, hefur ekki nokkur áhrif á heilaga vandlætingu þeirra yfir þessarri ósvífni.
 
Mest fer í taugarnar á þeim flestum að núverandi ríkisstjórn hafi ekki haldið áfram aðlögunarviðræðum að "Sambandinu".
 
Viðræðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar var búin að setja á "ís".
 
Hvers vegna var sú ákvörðun tekin?  Við hvað "voru menn hræddir"?
 
Ef "Sambandið" var tilbúiði með lausn í sjávarútvegsmálum,  sérsniðna fyrir Íslendinga, eins og Árni Páll fyllyrðir nú, hvers vegna var viðræðum ekki haldið áfram?
 
Hefði slík "glæisleg niðurstaða", ekki verið fyrrverandi stjórnarflokkum til framdráttar í kosningunum? Hefðu Samfylking og Vinstri græn ekki getað forðast, í það minnsta hluta af því gríðarlega fyligistapi sem varð hlutskipti þeirra, með því að leggja þá "glæisilegu niðurstöðu" fyrir þjóðina?
 
Hví kusu þeir að opna ekki fleiri kafla?
 
Við hvað "voru menn hræddir"?
 
Síðasta ríkisstjórn hafði málið í forgang og gat ekki lokið því, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um að klára mætti málið á stuttum tíma og kjósa um það löngu áður en kæmi til almennra kosninga.
 
Sú ríkisstjórn klúðraði málinu.
 
Það er ótrúleg tilætlunarsemi að andstæðingar aðildar klári fyrir þá málið.
 
Það er tímabært að draga umsóknina til baka.
 
P.S. Helgi Hjörvar talar um að sundferðir makrílsins inn í Íslenska lögsögu hafi orðið þess valdandi að aðlögunarferlið fór í uppnám.
 
Skyldu margir vera þeirrar skoðunar að það hefði verið Íslendingum happadrýgra að makríllinn hefði beðið með ferðalag sitt, þangað til að Ísland hefði þegar verið gengið í "Sambandið"?
 
Því trúi ég ekki. 
 
 

mbl.is „Við hvað eru menn hræddir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þegar þeir sáu hvað Sjávarútvegskafli ESB innihélt þ.e. að valdið færðist yfir til Brussel, sendi kaldan hroll niður eftir bakinu á þessum herramönnum, en þeir eru ekki heiðarlegri en það að til að þjóna reisn sjálfs sín, sem reyndar er ekki mikil, var ákveðið að setja málið á ís, svo ekki kæmist íhámæli þvílík regin mistök þeir voru búnir að gera, og koma landinu sínu í, en gátu ekkert að gert, þeir voru komnir út í fenið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 16:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og þegar menn byrja á að ljúga er ekki hægt að fara til baka nema viðurkenna mistök og það geta þessir menn ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 16:33

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það varð mikið havarí út af því að ekki var hægt að opna sjávarútvegskaflann þar sem að ESB voru að endurskoða sínar egin reglur og lög.

Þegar að ESB snéri síðan aftur að borðinu voru VG ekki lengur ein heild á bakvið Jóhönnu heldur klofinn flokkur og stjórnin í raun ekki með meirihluta fyrir neinu.

Það er síðan undarlegt að Steingrímur tjái sig mikið um ESB enda fáir, ef einhverjir skrifað meira af harðorðuðum pistlæum um skaðsemi ESB og gert svo í rúm 20 ár og má sjá t.d. hér  http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1780090

Óskar Guðmundsson, 20.2.2014 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband