Árni Páll á undarlegum slóðum - Alþingi hefur lýðræðislegt umboð frá kjósendum - líka til breytinga

Það er auðvitað gott að ríkisstjórn hafi meirihluta kjósenda á bakvið sig og það gefur henni sterkara og skemmtilegra yfirbragð.

En Alþingi Íslendinga hefur fullt lýðræðislegt umboð frá þjóðinni - líka til breytinga á þjóðfélaginu. Jafnvel þó að þeir einstaklingar sem sitja á Alþingi hafi ekki 100% kjósenda á bak við sig (líklega hefur það aldrei gerst), þá hefur meirihluti Alþingis eigi að síður lýðræðislegt umboð til breytinga á þjóðfélaginu.

En Árni Páll talar á undarlegum nótum.   

Ef mynduð yrði ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, hefði hún samanlagt 48.2% atkvæða á bakvið sig.  En 35 þingmenn.

Lítur formaður Samfylkingarinnar svo á að slík ríkisstjórn hefði ekkert lýðræðislegt umboð til þess að gera breytingar á þjóðfélaginu? 

Ef mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, væri hún með 50.5% atkvæða, en sömuleiðis 35 þingmenn.  Það væri þá eftir skilgreiningu Árna Páls, ríkisstjórn sem hefði umboð til breytinga.

Hún væri þá eina mögulega þriggja flokka ríkisstjórnin sem hefði umboð til breytinga á þjóðfélaginu - eftir skilgreiningu Árna Páls, eða hvað?

Ef við göngum út frá þvi sem staðreynd að ríkisstjórnir vilji breyta þjóðfélaginu, og skilgreining Árn Páls er notuð líka, þá koma eingöngu til greina ríkisstjórnir skipaðar Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki annars vegar og ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum hins vegar.  Þriðja leiðin væri svo 4ja flokka stjórn.  (sleppi hér möguleikunum á D og B plús þriðji flokkur). 

En auðvitað er það ekki svo.

Meirihluti Alþingis hefur fullt umboð til að gera breytingar á þjóðfélaginu. 

Ummæli Árna Páls voru ekki rökrétt.  

P.S.  Skyldi þetta þýða að Árni Páll myndi ekki vilja sitja í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna?  Það er varla áhugavert að sitja í ríkisstjórn sem ekki hefur lýðræðislegt umboð til að breyta þjóðfélaginu.


mbl.is Kannast ekki við viðtal við BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúmlega 40% kosningabærra manna kusu Framsjallana til valda skv. skilningi Bjarna Ben á niðurstöðu kosninganna um stjórnarskrána.

Því hefur tilvonandi ríkisstjórn ekki umboð meirihluta landsmanna og ber að virða það.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 09:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má alltaf leika sér að því að bera saman epli og appelsínur eins og þú gerir hér.

Hvað ríkisstjorn varðar, eru það þingmennirnir sem telja.

En það er vissulega gott að hafa meirihluta kjósenda að baki sér.

En það var fráfarandi ríkisstjórn sem ekki gat komið frumvarpi að stjórnarskrá í gengum þingið.  Því var ég feginn.

En það er merkilegt hve þeir sem eru áfram um að koma nýrri stjórnarskrá á, hafa takmarkaðan áhuga á því að þeirri núgildandi sé fylgt.

G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2013 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband