Framsóknarflokkurinn siglir áfram

Það styttist óðum í kosningar og að öllu óbreyttu mun Framsóknarflokkurinn vinna eftirminnilegan sigur. 

Þessi könnun sýnir að breytingarnar eru ekki stórar, en möguleikarnir eru ennþá vissulega til staðar, fyrir alla flokka, og ekkert er öruggt í hendi.

Framsóknarflokkurinn er langstærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi, það gerir Björt framtíð sömuleiðis.  Samfylkingin og Vinstri græn standa nokkuð í stað.

Stemmingin virðist vaxa fyrir Pírötum, persónulega missti ég allt álit á þeim þegar ég las að þeir ætla í samstarf við þreytta presta, prófessora og afdankaða stjórnmálamenn.  Þá hvarf það sem mér hefur þótt hvað mest aðlaðandi við þá, það er að segja hvað þeir eru lausir við hina "hefðbundnu kverúlanta" og "celeb". Ég hef trú á því að þeir skjóti sig í fótinn með þessu.

En þeir eru samt inn á þingi miðað við þessa könnun, og sanna að fylgið er langt frá því "sest".

En það er þetta með hvaða ríkisstjórn kæmi út úr þessu?

Vissulega er það fræðilegur möguleiki að Framsókn geti myndað 2ja flokka stjórn með hvoru tveggja  Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.

Slík stjórn með Samfylkingu er þó of veik til þess að vera raunhæfur möguleiki að mínu mati.

Ég myndi því segja að líklegasta stjórnmynstrið miðað við þessi úrslit væri B, V og S.  Næsti kostur væri svo B og D.


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband