Til hamingju Eistland

Í dag er merkisdagur í sögu Eistlands.  Fyrr á þessu ári, eða 24. febrúar fagnaði Eistneska lýðveldið 95 ára afmæli sínu.  Þann dag lýstu Eislendingar yfir sjálfstæði sínu frá Sovéska/Rússneska ríki.

Það frelsi fékkst ekki baráttulaust.  Snarpir bardagar urðu og létu allmargir Eistlendingar lífið í baráttu við hersveitir kommúnista. 

En sjálfstæði landsins stóð ekki lengi, þann 17. júni (merkileg tilviljun ekki satt) árið 1940, réðus Sovétríkin aftur inn í Eistland og hersátu landið í rúmlega 50 ár.

Heimstyrjöldin síðari og síðan herseta Sovétríkjanna var hinu unga lýðveld þung byrði og líklega ekki ofmælt að varla sé til nein fjölskylda í landinu sem ekki ber sár frá þeim tíma, á einn eða annan hátt.

Það var síðan 20. ágúst 1991, sem Eistlendingar lýstu yfir viðskilnaði sínum frá Sovétríkjunum og endurheimtu sjálfstæði sitt.  Þann 21. ágúst sama ár varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eistland, eins og við flestu þekkjum svo vel.

Það er því í dag, 27. mars, 2013, sem markar þau tímamót að upp er runnið lengsta frelsisskeið í sögu þjóðarinnar og hins 95 ára lýðveldis.

Það er því vel við hæfi að óska Eistlendingum nær og fjær til hamingju með daginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband