Það skondna í málinu

Ég hef ekki mikla trú á því að Belgia klofni upp í tvö eða þrjú ríki.  Þó er rétt að hafa Bond máltækið í huga og segja aldrei að segja aldrei.

En það kæmi vissulega upp skondin staða ef svo færi.

Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar frammámanna "Sambandsins", myndu þau ríki sem þannig mynduðust þurfa að sækja um aðild að Evrópusambandinu.  Þannig er alla vegna talað í tilfelli Skotlands og Katalóníu.

Þá væri komin upp sú stórskemmtilega staða að höfuðstöðvar Evrópusambandsins og stór hluti starfsemi þess, væru ekki staðsett í Evrópusambandinu. 

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvað langan tíma aðlögunarviðræður Brussel (ef það yrði borgríki) myndu taka við "Sambandið".

Yrði starfsemin flutt á brott á meðan?   

Myndu þær viðræður taka styttri tíma en við Vallónie og Flæmingjaland?  Eða yrðu samningviðræður við öll þrjú ríkin í einum hóp? 


mbl.is Brussel verði sjálfstætt borgríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ætli íbúarnir myndu heimta að fá að "kíkja í pakkann?"

Nei, þetta klofnar aldrei.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2013 kl. 20:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þeir búa auðvitað í miðjum "pakkanum" ef svo má að orði komast.  En fyrst yrðu íbúarnir auðvitað að semja sína lagabálka og síðan yrði að "samlesa" þá lagabálka með lagabálkum "Sambandsins".

Ætli það myndi taka 5 til 7 ár, eins og ýmsir eru farnir að áætla að "samlestur" þeirra Íslensku við "Sambandslögin" taki?

En ég er sammála þér í því að ég tel ólíklegt að til þessa komi, til þess eru hagsmunirnar of miklir og of samtvinnaðir.

Það er býsna mikið mál að slíta ríki.   En þó ber til þess að líta að Tékkum og Slóvökum tókst það með glæsibrag.

G. Tómas Gunnarsson, 25.3.2013 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband