Meirihlutinn á móti "Sambandsaðild en vill halda aðlögunarviðræðum áfram

Það hlýtur að vekja nokkra athygli þegar meirihluti félagsmanna í Samtökum iðnaðarins er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu.

Samtökin, eða á heldur að segja stjórn þeirra, hefur verið einn ötulasti aðilinn í barátunni fyrir "Sambandsaðild".

Sjálfsagt hafa félagsemnn SI mótað sínar skoðanir út frá því sem þeir sjá og þekkja til "Sambandsins" og hvernig þeir meta hagsmuni Íslendinga.

En það kemur jafnframt fram í könnuninni að meirihluti félagsmanna SI vilji klára aðildarviðræðurnar sem hófust snemma á yfirstandandi kjörtímabili.

Eflaust eru þeir að vonast eftir að einhvers konar "kraftaverk" náist í samningunum, sem geri þá að verkum að aðild yrði þeim mun hagstæðari.  Hugsanlegt er einnig að þeir vilji hreinlega klára hafið mál, til að leiða það til lykta í eitt skipti fyrir öll.

Ég hef áður sagt að það sé sjónarmið sem ég skil nokkuð vel.  Það er að segja að klára viðræður með það fyrir augum að klára málið, hafa það ekki hangandi yfir þjóðinni óútkljáð.

En auðvitað er engin vissa fyrir því að samningar náist nokkurn tíma.  Það er að segja nema að eini tilgangur Íslenskra stjórnvalda með samingaviðræðumunum sé að ná samningi.

En það sem meira er, ef halda á samningaviðræðum áfram, er nauðsynlegt að setja þeim ströng tímamörk, þannig að verði þeim ekki lokið fyirr ákveðin tíma, verði þeim slitið.

Það þjónar engum tilgangi að halda áfram samningaviðræðum út í ið óendanlega, án þess að nokkur sjáanlegur árangur náist eða sjáist.

Sem aftur leiðir hugann að því hvernig gangurinn hefur verið í viðræðunum fram að þessu.  Ekkert markvert hefur gerst í viðræðunum, alla vegna ekki ef marka má fréttir.  Sneitt hefur verið hjá erfiðustu köflunum, um sjávarútveg og landbúnað.  Réttast hefði þó verið að byrja á þeim, því ef samningar nást ekki þar, er óþarfi að halda viðræðum áfram.

Næsta Alþingi þarf að halda mun fastar á þessum málum.  Auðvitað getur það ákveðið að slíta eða fresta viðræðum (með nákævmlega sama lýðræðislega umboðinu og það ákvað að hefja þær), en ef ákveðið verður að halda þeim áfram, þarf að setja þeim ströng tímamörk og jafnframt skerpa á samningsafstöðu og ófrívíkjanlegum kröfum Íslands.

 

 


mbl.is Meirihlutinn andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvitað á að hætta Essari aðlögun og láta svo kröfuna koma frá fólkinu um að fara í þær ef löngun er til þess að ganga í sambandíð.

Við erum ekkert á leið þarna inn næstu ár. Það verður ekki hægt að ljúka viðræðum eða raunar aðlögun um þ sem eftir er fyrr en búið er að breyta stjórnarskrá hér að óskum sambandsins, svo þetta er tómt mál um að tala. Menn munu aldrei kjósa með fullveldisframsali, skertu áfríunarvaldi forseta og auknum völdum þingsins.

Fólk er bara ekki að átta sig á samhengi þessara hluta, enda er vinstri spuninn búinn að rugla fólk gersamlega í rýminu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2013 kl. 09:00

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er reyndar alveg sammála því að besta, einfaldasta og rökréttasta ákvörðunin væri að slíta viðræðum.

En það þarf að reyna að leiða málið til lykta í þokkalegri sátt, þannig að það hangi ekki alltaf yfir.  Að það sé ekki alltaf verið að klifa á málinu og að ríkisstjórnir framtíðar verði ekki ýmist að reyna að stofna við frekari viðræðna eða að hætta þeim.

Auðvitað er ákveðin "geðklofi" í því fólgin að vilja ekki ganga í "Sambandið" en vilja samt vera í viðræðum við það.  Að vilja fá fram samning, en vera nokkurn veginn búin að ákveða að greiða atkvæði gegn honum.  Þetta heyrist þó bæði frá stjórnmálamönnum og öðrum einstaklingum.

Þetta er arfleifð Steingrims J. Sigfússonar og  Vinstri grænna í Íslenskum stjórnálum.

Þeir komu með þessa aðferð, að það væri hægt að sækja um aðild að félagsskap sem að menn væru þó á móti því að ganga í.

Það hefur skilað flokknum þeim árangri sem nú sést og kemur endanlega í ljós í komandi kosningum.

G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 09:35

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég fór að hugsa um það í morgun, og datt í hug að setja það hérna á þennan vettvang í ljósi fyrri skoðanaskipta, að ég er búinn að fá nóg af ESB-umræðu á svipaðan hátt og ég er búinn að fá nóg af Reykjavíkurflugvallarumræðu. Þetta er skotgrafaumræða sem líkt og skotgrafahernaður er tilgangslaus og eiginlega jaðrar við að vera mannskemmandi.

Í staðinn er nær að maður fari að gera eitthvað í málinu. Leggja sitt ofurlitla lóð á vogarskálarnar. Þótt það sé svo létt lóð að það breyti alveg örlitlu munu það þó verða meiri áhrif en þátttaka í þessari ESB "umræðu" getur nokkurntíma haft.

Kristján G. Arngrímsson, 23.3.2013 kl. 09:37

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að ég skilji þig að einhverju marki Kristján, get ég ekki sagt að ég skilji þig til fullnustu.

Vissulega geta langþvinn deilumál verið þreytandi, ég held að flestir geti verið sammála því.   Það þýðir ekki að þau þurfi að ræða að reyna að leiða til lykta.

En ég skil ekki alveg hvað þú meinar með því að þú ætlir að fara að leggja þitt lóð á vogarskálarnar.

Á hvaða vogarskálar ætlar þú að setja þitt lóð?  Hvað ætlar þú að gera í málinu hvað varðar "Sambandsaðild" og/eða Reykjavíkurflugvöll?

Er það að taka þátt í umræðunum ekki einmitt að leggja fram lítið lóð?  Ég geri mér fulla grein fyrir því að mitt "lóð" vigtar ekki þungt, ef það er þá mælanlegt.  En það þýðir ekki í mínum huga að það borgi sig ekki að leggja það lóð fram.

En ég hvet þig af stað.

G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 09:49

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég veit ekki heldur hvaða lóð ég ætla að leggja á hvaða vogaskálar. En fyrsta skrefið er að stíga upp úr skotgröfunum og hætta þessu tilgangslausa bauni á meintan andstæðing.

Þetta eru ekki samræður heldur kappræður. Í kappræðum skiptir engu máli hvert efnið er, það gæti eins verið fótbolti eins og ESB. Aðalatriðið er að standa með sínu liði, gefa ekkert eftir og ná helst að vinna.

Þá er nær að eyða ekki kröftunum í að berja á andstæðingum (þ.e. reyna að telja aðra á minn málstað) heldur einbeita sér að því til að byrja að með að skilja hvað málið snýst um, og gera það á eins hlutlausan hátt og maður getur. Fara í blaðamannsgírinn. Maður ætti nú að kunna það eftir áratugi í því.

Kristján G. Arngrímsson, 24.3.2013 kl. 12:32

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kristján, segðu bara eins og er að þú þolir ekki að talað sé gegn ESB. þér finnst það guðlast og vilt að menn hætti því. linnulaus ligaáróður úr hinni áttinni er þér meira að skapi.

Minnir að Nomsky hafi kallað þetta Cognitive Dissonance.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 13:03

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú gerir þér væntanlega alveg grein fyrir því, Jón Steinar, að það sem þú segir er ekki svaravert. Þú hljómar eins og eitt af þessum svokölluðu net-tröllum.

En svo ég svari nú aðeins í sömu mynt (bara af skömmum mínum): Láttu einhvern lesa yfir fyrir þig áður en þú ýtir á Senda. Það er yfsílon í lygaáróður.

Kristján G. Arngrímsson, 24.3.2013 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband