Óeðlilegt að hið opinbera skipti sér af launum ríkisforstjóra, en eðlilegt að það ráði hvaða kyn er kosið til að sitja í stjórnum einkafyrirtækja?

Það er gömul saga og ný að deilur eru um hvað það er sem hið opinbera á að skipta sér af og hvað ekki.

Ríkisafskipti eru mörgum (mér sjálfum í flestum tilfellum) þyrnir í augum, en aðrir vilja þau sem flest og umsvifamest.

Á vef Viðskiptablaðsins má lesa í dag, gagnrýni Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformanns Landsvirkjunar,  á að hið opinbera sé að skipta sér af því hvað forstjóri Landsvirkjunar hafi í laun.  Hún telur að það sé hlutverk stjórnar Landsvirkjunar (sem er pólítískt skipuð) að ákveða það.

Að mörgu leyti má taka undir gagnrýni Bryndísar.  Ef þeim einstaklingum sem skipaðir eru af flokkunum til að sitja í stjórn Landsvirkjunar, er ekki treystandi til þess að ákvarða laun forstjórans, hvi er verið að skipa þá í stjórn fyrirtækisins.

En á sama tíma er ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og Alþingi Íslendinga, búið að setja lög þar sem hluthafar einkafyrirtækja eru skyldaðir til að kjósa ákveðið hlutfall af hvoru kyni til að sitja í stjórn (það eð að segja ef fyrirtækið hefur fleiri en 50 starfsmenn).

Ef ég man rétt er Bryndís Hlöðversdóttir fulltrúi þeirrar sömu Samfylkingar í stjórn Landsvirkjunar.

Ef ríkisvaldið getur skyldað hluthafa í einkafyrirtækjum til þess að kjósa eftir kynjum í stjórn, er þá eitthvað óeðlilegt við það að hið sama ríkisvald geti sagt stjórnum ríkisfyrirtækja hvað hámarkslaun ríkisforstjóra geti verið?

Eða færi ef til vill best á því að við reyndum að sameinast öll í þeirri kröfu að hið opinbera dragi úr afksiptum sínum, af stjórnum ríkisfyrirtækja, en enn frekar af einkafyrirtækjum og einstaklingum?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nú held ég bara að við séum sammála. Annars fannst mér skrítið sem Bryndís sagði um að það að ákveða laun forstjórans væri eitt helsta hlutverk stjórnarinnar. Eða mér heyrðist það vera haft eftir henni.

Það vekur þá spurningu til hvers þessi stjórn eigilega sé.

Kristján G. Arngrímsson, 23.3.2013 kl. 09:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Farðu nú ekki að gera mér það að vera sammála mér (lol).  Hvar er gamanið við það?

En þetta er reyndar eitthvað sem mér finnst ég verða æ oftar var við.

Einstaklingar vilja að ríkið grípi inn í þar sem þeim finnst það henta sér.  Annars finnst þeim fara best á því að ríkið haldi síg til hlés.

Svo er best að keyra upp alla skatta og fara svo að athuga hvar hið opinbera geti nú gefið undanþágur.

G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband